Fréttir

28. nóvember 2014 17:06

Um sölu Landsbankans á hlut í Borgun

Landsbankinn hf. seldi á dögunum rúmlega 31% hlut í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun. Salan á þessum óskráðu hlutabréfum skilaði bankanum mjög góðum hagnaði og bætir eiginfjárhlutfall hans sem því nemur. Salan styrkir því stöðu bankans og bætir hag hluthafa hans. Hluturinn var seldur til hóps fjárfesta og félags í eigu helstu stjórnenda Borgunar.

Salan hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum að hluturinn hafi ekki verið auglýstur til sölu og hlutaféð ekki selt í opnu ferli. Almennt leitast Landsbankinn við að selja eignir í opnu söluferli eins og fjölmörg dæmi eru um. Á því geta þó verið réttmætar undantekningar.

Það er rétt að Landsbankinn auglýsti ekki hlut sinn í Borgun til sölu og fyrir því eru nokkrar ástæður.

Einn helsti keppinautur Landsbankans er meirihlutaeigandi félagsins og jafnframt einn stærsti viðskiptavinur þess, sem gerir Landsbankanum erfitt um vik, að vinna að sölu og afhendingu gagna um félagið.

Landsbankinn hefur haft mjög takmarkaðan aðgang að Borgun eða upplýsingum um fyrirtækið vegna sáttar sem gerð var við Samkeppniseftirlitið árið 2008. Því auðveldaði þátttaka stjórnenda í kaupendahópnum mögulegum kaupendum að leggja mat á reksturinn og afla sér nauðsynlegra upplýsinga. Eðli málsins samkvæmt tóku samningar mið af þessari stöðu aðila.

Af þeim ástæðum sem að ofan greinir er það mat bankans að öll eðlileg upplýsingagjöf og aðgengi annarra hugsanlegra tilboðsgjafa að gögnum til að vinna áreiðanleikakannanir, yrði verulega takmörkum háð.

Þá hafa Samkeppnisyfirvöld þrýst mjög á bæði Landsbankann og Íslandsbanka, um að breytingar yrðu gerðar á eignarhlut þeirra í Borgun, og krafa þeirra er að á hverjum tíma sé aðeins einn banki hluthafi í hverju greiðslumiðlunarfyrirtæki. Þegar álitlegt tilboð barst taldi Landsbankinn rétt að skoða það.

Af framansögðu þá var það ákvörðun Landsbankans að ekki væri rétt að selja hluta bankans í opnu söluferli.

26. nóvember 2020 15:10

Hagsjá: Afgangur af þjónustuviðskiptum en halli á vöruviðskiptum

Útflutningur vöru og þjónustu nam 244,5 mö.kr. á þriðja ársfjórðungi borið saman við um 374,7 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Hann dróst því saman um 130,2 ma.kr., eða rúman þriðjung milli ára. Innflutningur vöru og þjónustu nam 258,1 mö.kr. á þriðja fjórðungi borið saman við 314,3 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Hann dróst því saman um 56,3 ma.kr., eða 17,9%. Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum nam því 13,6 mö.kr. en á sama tíma í fyrra var afgangur upp á 60,4 ma.kr.


Nánar

25. nóvember 2020 16:30

Landsbankinn lækkar vexti

Landsbankinn lækkar vexti til einstaklinga og fyrirtækja og mun ný vaxtatafla taka gildi 1. desember nk. Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,20 prósentustig. Kjörvextir óverðtryggðra útlána til fyrirtækja lækka um 0,20 prósentustig.


Nánar

24. nóvember 2020 12:31

Hagsjá: Airbnb markaðurinn mun líkast til halda áfram að smækka

Hlutfall íbúða í Airbnb með enga nýtingu er mun hærra en á síðustu árum.


Nánar

Skráðu þig á póstlista