Fréttir

28. nóvember 2014 17:06

Um sölu Landsbankans á hlut í Borgun

Landsbankinn hf. seldi á dögunum rúmlega 31% hlut í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun. Salan á þessum óskráðu hlutabréfum skilaði bankanum mjög góðum hagnaði og bætir eiginfjárhlutfall hans sem því nemur. Salan styrkir því stöðu bankans og bætir hag hluthafa hans. Hluturinn var seldur til hóps fjárfesta og félags í eigu helstu stjórnenda Borgunar.

Salan hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum að hluturinn hafi ekki verið auglýstur til sölu og hlutaféð ekki selt í opnu ferli. Almennt leitast Landsbankinn við að selja eignir í opnu söluferli eins og fjölmörg dæmi eru um. Á því geta þó verið réttmætar undantekningar.

Það er rétt að Landsbankinn auglýsti ekki hlut sinn í Borgun til sölu og fyrir því eru nokkrar ástæður.

Einn helsti keppinautur Landsbankans er meirihlutaeigandi félagsins og jafnframt einn stærsti viðskiptavinur þess, sem gerir Landsbankanum erfitt um vik, að vinna að sölu og afhendingu gagna um félagið.

Landsbankinn hefur haft mjög takmarkaðan aðgang að Borgun eða upplýsingum um fyrirtækið vegna sáttar sem gerð var við Samkeppniseftirlitið árið 2008. Því auðveldaði þátttaka stjórnenda í kaupendahópnum mögulegum kaupendum að leggja mat á reksturinn og afla sér nauðsynlegra upplýsinga. Eðli málsins samkvæmt tóku samningar mið af þessari stöðu aðila.

Af þeim ástæðum sem að ofan greinir er það mat bankans að öll eðlileg upplýsingagjöf og aðgengi annarra hugsanlegra tilboðsgjafa að gögnum til að vinna áreiðanleikakannanir, yrði verulega takmörkum háð.

Þá hafa Samkeppnisyfirvöld þrýst mjög á bæði Landsbankann og Íslandsbanka, um að breytingar yrðu gerðar á eignarhlut þeirra í Borgun, og krafa þeirra er að á hverjum tíma sé aðeins einn banki hluthafi í hverju greiðslumiðlunarfyrirtæki. Þegar álitlegt tilboð barst taldi Landsbankinn rétt að skoða það.

Af framansögðu þá var það ákvörðun Landsbankans að ekki væri rétt að selja hluta bankans í opnu söluferli.

18. september 2020 12:27

Hagsjá: Íbúðaverð hækkar verulega, annan mánuðinn í röð

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% milli mánaða í ágúst. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem hækkunin mælist yfir 0,5%. Verðhækkanir í sumar voru talsvert meiri en á sama tíma fyrir ári síðan.


Nánar

18. september 2020 08:07

Mikil umframeftirspurn í hlutafjárútboði Icelandair Group

Almennu hlutafjárútboði Icelandair Group lauk klukkan 16.00 þann 17. september 2020. Í útboðinu voru boðnir til sölu 20 milljarðar nýir hlutir. Umframeftirspurn eftir hlutum í útboðinu nam u.þ.b. 85% frá bæði fagfjárfestum og almennum fjárfestum.


Nánar

17. september 2020 13:28

Reyna að nýta sér stolin kortanúmer

Valitor varaði í gær, 16. september, við tölvupóstum í nafni Póstsins. Í honum var fólk beðið um að smella á hlekk þar sem farið var inn á falska greiðslusíðu sem var merkt Valitor. Dæmi eru um að svikahrappar nýti sér nú kortaupplýsingarnar sem þeir fengu með þessum hætti og þurfa korthafar því að vera á varðbergi.


Nánar

Skráðu þig á póstlista