Fréttir

17. október 2014 08:29

Landsbankinn hf. gefur út sértryggð skuldabréf

Landsbankinn hf. lauk, miðvikudaginn 16. október, lokuðu útboði á tveimur flokkum óverðtryggðra sértryggðra skuldabréfa. Alls bárust tilboð að fjárhæð 2.760 m.kr. í útboðinu.

Skuldabréfaflokkurinn LBANK CB 19 sem skráður er á Nasdaq Iceland var stækkaður um 780 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 6,95%. Áður hefur Landsbankinn gefið út 960 m.kr. í sama flokki og nemur því heildarstærð flokksins 1.740 m.kr.

Boðinn var til sölu nýr þriggja ára óverðtryggður flokkur, LBANK CB 17 og var tilboðum tekið að fjárhæð 140 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 6,30%. Fjárhæð útgáfunnar verður 200 m.kr. en mismunurinn verður nýttur vegna viðskiptavaktar. Stefnt er að töku LBANK CB 17 til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 23. október 2014.

Straumur fjárfestingabanki hf. mun sinna viðskiptavakt.

Sértryggðu skuldabréfin eru gefin út með leyfi frá Fjármálaeftirlitinu með vísan í lög nr. 11/2008 og reglur nr. 528/2008. Nánari upplýsingar um skuldabréfin og tryggingasafnið má finna á vefsvæði fjármögnunar bankans.

19. ágúst 2019 09:59

Dagskrá í Landsbankanum á Menningarnótt

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst 2019. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta menningardagskrá í Austurstræti 11.


Nánar

12. ágúst 2019 09:46

Umræðan: Góðar viðtökur við fyrstu A2A-greiðslulausninni

Fyrr í sumar opnaði Landsbankinn fyrir aðgang að svokallaðri A2A-greiðslulausn, fyrstur íslenskra banka. Síðan þá hafa rúmlega 50 aðilar nýtt sér prófunarumhverfi fyrir lausnina og verið er að vinna úr fyrstu umsóknunum fyrir aðgang að raunumhverfi.


Nánar

19. ágúst 2019 08:27

Vikubyrjun 19. ágúst 2019

Atvinnuþátttaka var 84% í júní og hefur ekki verið meiri síðan í júlí 2018. 209 þús. manns voru starfandi og 6.800 atvinnulausir. Starfandi voru um 6 þús. fleiri nú í júní en í júní 2018. Vikulegur vinnutími var að jafnaði 40,1 stundir í júní og hafði fækkað um 0,6 stundir frá júní 2018.


Nánar