Fréttir

06. október 2014 10:59

Samstarfssamningur við KSÍ

Styrktar- og samstarfssamningur Landsbankans við Knattspyrnusamband Íslands var kynntur sl. föstudag á blaðamannafundi á Laugardalsvelli. Við sama tækifæri voru staðfestir samningar við aðra bakhjarla KSÍ en þeir gilda allir til fjögurra ára. Auk Landsbankans verða fyrirtækin Borgun, Icelandair, Íslensk getspá, N1 og Vífilfell bakhjarlar.

Steinþór Pálsson boðinn velkominn í íslenska landsliðið af Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ.

Samningarnar eru mikils virði fyrir knattspyrnuhreyfinguna og Landsbankinn er stoltur bakhjarl íslenskrar knattspyrnu. Með stuðningi sínum er Landsbankinn einnig bakhjarl knattspyrnulandsliða kvenna og karla í knattspyrnu, auk yngri landsliða. Næstu landsleikir eru leikir karlaliðsins gegn Lettum á útivelli föstudaginn 10. október og gegn Hollendingum mánudaginn 13. október. Loks leikur U21 árs landslið karla tvo umspilsleiki gegn Dönum dagana 10. og 14. október um sæti í lokakeppni EM sem haldin verður í Tékklandi næsta sumar.

Fulltrúar allra bakhjarla KSÍ ásamt landsliðsþjálfurum íslenska karlalandsliðsins, Heimi Hallgrímssyni og Lars Lagerbäck.

19. ágúst 2019 09:59

Dagskrá í Landsbankanum á Menningarnótt

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst 2019. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta menningardagskrá í Austurstræti 11.


Nánar

21. ágúst 2019 10:22

Breytingar á gjaldskrá vegna Priority Pass korta

Gjald vegna heimsókna í Priority Pass biðstofur á flugvöllum mun hækka úr 2.900 kr. í 3.900 kr. frá og með 21. október 2019. Um leið leggst á 1.900 kr. gjald vegna endurútgáfu Priority Pass korta.


Nánar

21. ágúst 2019 09:14

Hagsjá: Fasteignamarkaður áfram í algerri kyrrstöðu

Samkvæmt tölum Þjóðskrár lækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,1% milli júní og júlí. Verð á fjölbýli lækkaði um 0,2% og verð á sérbýli hækkaði um 1,1%. Horft yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,1% og verð á sérbýli um 2,1%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 2,9%, sem er 0,3 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Árshækkun íbúðarhúsnæðis hefur ekki verið lægri síðan í apríl 2011.


Nánar