Fréttir

23. september 2014 14:55

Traustur samherji Íslensku sjávarútvegssýningarinnar í 30 ár

Landsbankinn er einn af bakhjörlum Íslensku sjávarútvegssýningarinnar 2014 sem haldin verður í Smáranum dagana 25.-27. september nk. Í ár kostar bankinn sjávarútvegsverðlaunin „Framúrskarandi íslensk fiskvinnsla“. Landsbankinn hefur verið aðal viðskiptabanki sýningarinnar allt frá árinu 1984 og hefur því átt samleið með henni í 30 ár.

Sjávarútvegurinn hefur í áratugi verið mikilvægasti viðskiptavinur Landsbankans sem sjá má m.a. af því að vægi lána til fyrirtækja í sjávarútvegi er rúmlega fimmtungur af verðmæti útlánasafns bankans og markaðshlutdeild hans í útlánum til sjávarútvegsins er um 40%.

Landsbankinn hefur á að skipa hópi sérhæfðs starfsfólks í sjávarútvegi og er í fararbroddi þegar kemur að fjármögnun nýrra verkefna sem stuðla að framþróun í greininni.

Landsbankinn er með bás á sýningunni, staðsetningin er H10. Viðskiptavinir sem leið eiga um sýninguna, eru boðnir velkomnir. Sýningin er opin frá klukkan 10 – 18 fimmtudag og föstudag, og frá klukkan 10 - 16 laugardaginn 27. september.

19. ágúst 2019 09:59

Dagskrá í Landsbankanum á Menningarnótt

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst 2019. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta menningardagskrá í Austurstræti 11.


Nánar

21. ágúst 2019 10:22

Breytingar á gjaldskrá vegna Priority Pass korta

Gjald vegna heimsókna í Priority Pass biðstofur á flugvöllum mun hækka úr 2.900 kr. í 3.900 kr. frá og með 21. október 2019. Um leið leggst á 1.900 kr. gjald vegna endurútgáfu Priority Pass korta.


Nánar

21. ágúst 2019 09:14

Hagsjá: Fasteignamarkaður áfram í algerri kyrrstöðu

Samkvæmt tölum Þjóðskrár lækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,1% milli júní og júlí. Verð á fjölbýli lækkaði um 0,2% og verð á sérbýli hækkaði um 1,1%. Horft yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,1% og verð á sérbýli um 2,1%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 2,9%, sem er 0,3 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Árshækkun íbúðarhúsnæðis hefur ekki verið lægri síðan í apríl 2011.


Nánar