Fréttir

12. september 2014 11:15

Áframhaldandi hagræðing í Landsbankanum

Áfram er unnið að breytingum í Landsbankanum sem leiða munu til hagræðingar og einföldunar í rekstri líkt og gert hefur verið undanfarin ár.

Breytingar síðustu ára snúa annars vegar að aukinni skilvirkni og einföldun á vinnulagi og hins vegar að hagræðingu vegna þess að stórum verkefnum, t.d. fjárhagslegri endurskipulagningu viðskiptavina er að ljúka og staða bæði heimila og fyrirtækja fer jafnt og þétt batnandi. Síðast en ekki síst eru breytingar svar við þróun sem á sér stað í bankastarfsemi, þar sem viðskiptavinir kjósa í síauknum mæli að nýta sér rafræn samskipti við banka.

Þetta hefur m.a. leitt til fækkunar stöðugilda um 150 á undanförnum árum og sú fækkun hefur að langstærstum hluta byggst á eðlilegri starfsmannaveltu, þar sem ekki er ráðið í störf sem losna, eða starfsmenn hætta vegna aldurs. Fyrirséð er að um 40 starfsmenn til viðbótar láti af störfum fram að áramótum, 18 vegna uppsagna nú, en aðrir vegna aldurs. Fækkunin nær til flestra sviða bankans og á sér stað í Reykjavík og á landsbyggðinni.

Sú breyting sem helst snertir viðskiptavini Landsbankans er lokun afgreiðslu í Sandgerði frá og með 11. október. Hluti starfsmanna þar færist í útibú bankans í Reykjanesbæ.

Bakvinnsla sem starfrækt hefur verið í Reykjanesbæ verður flutt í starfsstöð bankans í Mjódd í Reykjavík. Starfsmönnum úr Reykjanesbæ bjóðast störf þar. Frá deginum í dag verður starfsemi þjónustuvers bankans á Selfossi hætt og skiptiborð bankans á Akureyri verður sameinað starfsemi þjónustuversins þar. Þjónustuver er nú starfrækt bæði á Akureyri og í Reykjavík.

19. ágúst 2019 09:59

Dagskrá í Landsbankanum á Menningarnótt

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst 2019. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta menningardagskrá í Austurstræti 11.


Nánar

21. ágúst 2019 10:22

Breytingar á gjaldskrá vegna Priority Pass korta

Gjald vegna heimsókna í Priority Pass biðstofur á flugvöllum mun hækka úr 2.900 kr. í 3.900 kr. frá og með 21. október 2019. Um leið leggst á 1.900 kr. gjald vegna endurútgáfu Priority Pass korta.


Nánar

21. ágúst 2019 09:14

Hagsjá: Fasteignamarkaður áfram í algerri kyrrstöðu

Samkvæmt tölum Þjóðskrár lækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,1% milli júní og júlí. Verð á fjölbýli lækkaði um 0,2% og verð á sérbýli hækkaði um 1,1%. Horft yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,1% og verð á sérbýli um 2,1%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 2,9%, sem er 0,3 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Árshækkun íbúðarhúsnæðis hefur ekki verið lægri síðan í apríl 2011.


Nánar