Fréttir

27. ágúst 2014 15:07

Landsbankinn skráir EMTN skuldabréfaramma í kauphöll á Írlandi

Landsbankinn hefur í dag fengið staðfesta grunnlýsingu vegna útgáfu skuldabréfa í erlendri mynt í kauphöllinni í Dublin á Írlandi. Um er að ræða EMTN skuldabréfaramma (Euro Medium Term Note Programme) sem gefur Landsbankanum færi á að gefa út skuldabréf að jafnvirði allt að 1 milljarði evra í ýmsum gjaldmiðlum og á föstum eða fljótandi vöxtum.

Deutsche Bank hafði umsjón með skráningu (e. arranger) EMTN skuldabréfarammans, en eftirtaldir bankar eru skráðir sem miðlarar (e. dealers).

  • BofA Merrill Lynch
  • Citigroup
  • Deutsche Bank
  • J.P. Morgan
  • Morgan Stanley
  • UBS Investment Bank

Steinþór Pálsson, bankastjóri segir:

„Aðgangur að traustri erlendri lánsfjármögnun er og hefur verið eitt af meginmarkmiðum Landsbankans. Meginforsenda fyrir slíkum aðgangi er að rekstur og efnahagur bankans sé traustur og hefur mikið áunnist í þeim efnum á undanförnum árum. Í janúar á þessu ári fékk Landsbankinn lánshæfismat frá alþjóðlegu lánshæfismatsfyrirtæki og í maí undirritaði bankinn samkomulag við slitastjórn LBI hf, um breytingu á skilmálum skuldabréfa sem upphaflega var samið um í desember 2009 [samkomulagið er með fyrirvara af hálfu slitastjórnar um að LBI fái tilteknar undanþágur í samræmi við lög um gjaldeyrismál]. Með skráningu EMTN skuldabréfaramma í erlendri kauphöll stígur Landsbankinn enn eitt skref á þeirri leið að tryggja sér aðgang að erlendum lánsfjármörkuðum og er nú reiðubúinn til skuldabréfaútgáfu í erlendri mynt, þegar hagstæð kjör bjóðast.“

Lýsing vegna skuldabréfarammans, dagsett 27. ágúst 2014

19. ágúst 2019 09:59

Dagskrá í Landsbankanum á Menningarnótt

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst 2019. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta menningardagskrá í Austurstræti 11.


Nánar

21. ágúst 2019 10:22

Breytingar á gjaldskrá vegna Priority Pass korta

Gjald vegna heimsókna í Priority Pass biðstofur á flugvöllum mun hækka úr 2.900 kr. í 3.900 kr. frá og með 21. október 2019. Um leið leggst á 1.900 kr. gjald vegna endurútgáfu Priority Pass korta.


Nánar

21. ágúst 2019 09:14

Hagsjá: Fasteignamarkaður áfram í algerri kyrrstöðu

Samkvæmt tölum Þjóðskrár lækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,1% milli júní og júlí. Verð á fjölbýli lækkaði um 0,2% og verð á sérbýli hækkaði um 1,1%. Horft yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,1% og verð á sérbýli um 2,1%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 2,9%, sem er 0,3 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Árshækkun íbúðarhúsnæðis hefur ekki verið lægri síðan í apríl 2011.


Nánar