25. ágúst 2014 16:49
Fjölmenni heimsótti Landsbankann á Menningarnótt á laugardaginn var og naut fjölbreyttrar dagskrár og góðra veitinga. Listaverkagöngur Aðalsteins Ingólfssonar listfræðings þar sem hann kynnir myndlist í bankanum voru að venju mjög vel sóttar en þær hafa verið fastur liður á dagskránni frá upphafi.
Sproti mætti að sjálfsögðu á svæðið ásamt Felix Bergssyni sem jafnframt var kynnir dagsins. Eftirvæntingin var mikil þegar Lína langsokkur steig á svið en von er á stórsýningu frá henni á fjölum Borgarleikhússins í vetur. Börnin voru alsæl og fengu myndir af sér, bæði með Línu og Sprota. Barnadagskránni lauk með söngvasyrpu frá leikhópnum Lottu úr leikritum hópsins.
Hinsegin kórinn flutti svo nokkur vel valin lög af efnisskrá sinni en kórinn hefur á stuttum tíma vakið mikla athygli fyrir tónleika sína, sönggleði og fjölbreytni í lagavali. Hljómsveitin Vök sló loks botn í dagskrána en hún bar sigur úr býtum í Músíktilraunum árið 2013 og er ein efnilegasta hljómsveit landsins.
Landsbankinn er aðalbakhjarl Menningarnætur og hefur verið það frá upphafi.
Skoða myndasafn frá dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
12. desember 2019 12:42
Tilgangurinn með fyrirhugaðri útgáfu Lánasjóðs sveitarfélaga á grænum skuldabréfum er að fjármagna verkefni sveitarfélaga sem stuðla að umhverfisvernd. Á Umræðunni er rætt við Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóra Lánasjóðsins og Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur, framkvæmdastjóra Markaða Landsbankans um græna skuldabréfaútgáfu sem fer vaxandi á heimsvísu.
10. desember 2019 10:22
Landsbankinn hefur undirritað yfirlýsingu um að bankinn ætli að haga gjaldeyrisviðskiptum sínum í samræmi við FX Global Code sem eru alþjóðlegar reglur um góða framkvæmd gjaldeyrisviðskipta. Reglunum er ætlað að stuðla að trausti, sanngirni og viðeigandi gagnsæi á gjaldeyrismarkaði.
12. desember 2019 14:34
Dregið hefur úr fækkun erlendra ferðamanna á síðustu mánuðum.
Skráðu þig á póstlista
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.
Vinsamlegast fylltu út formið til að panta tíma í Vesturbæjarútibúi