Fréttir

21. ágúst 2014 16:47

Landsbankinn hagnast um 14,9 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2014

Hagnaður Landsbankans nam 14,9 milljörðum króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2014 samanborið við 15,5 milljarða króna á sama tímabili árið 2013. Á öðrum ársfjórðungi var bókfærður 4,9 milljarða króna hagnaður vegna sölu Landsbankans á 9,9% hlut í FSÍ (Framtakssjóður Íslands) slhf. og öllum hlut bankans í IEI slhf. og vegna gangvirðisbreytinga á þeim hlut í FSÍ sem bankinn hélt eftir. 

Vaxtatekjur lækka um 10% frá fyrra ári, en hreinar þjónustutekjur standa nánast í stað. Rekstrarkostnaður er nánast óbreyttur að raungildi milli tímabilanna þegar tekið hefur verið tillit til hlutabréfatengdra greiðslna til starfsmanna á fyrra ári. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 12,8% samanborið við 13,5% fyrir sama tímabil á árinu á undan. 

Árshlutareikningur samstæðu 1H 2014

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Upplýsingablað

Kynning á afkomu

Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála Landsbankans, kynnir afkomu bankans á fyrri helmingi árs 2014 og ræðir helstu atriði rekstrarins á þeim tíma (04:01):Steinþór Pálsson, bankastjóri, segir: „Rekstrarafkoma og fjárhagsstaða Landsbankans er með ágætum. Virðisaukning eigna hefur staðið undir óvenjulega stórum hluta tekna á árinu, en á móti er vaxtamunur töluvert lægri en á fyrra ári. Samanlagt hefur frá stofnun bankans orðið virðisrýrnun á útlánum hans. 

Samanburður á um 1.000 bönkum um allan heim sem The Banker – tímarit í eigu Financial Times – gerði nú um mitt ár, sýnir að Landsbankinn stendur vel þegar litið er til eiginfjárstöðu og arðsemi eigna. Ekki er að finna banka í Vestur-Evrópu með sterkari eiginfjárstöðu og einungis nokkrir tugir banka sýna betri árangur þegar kemur að arðsemi eigna, samkvæmt greiningu The Banker. Þessi sterka staða gefur Landsbankanum færi á að styðja vel við vöxt hagkerfisins og svara vaxandi eftirspurn heimila og fyrirtækja eftir fjármálaþjónustu. 

Í maí skrifaði Landsbankinn undir samning um breytingar á skilmálum skuldabréfa Landsbankans og LBI hf. Lokagjalddagi þeirra verður árið 2026 í stað 2018. Sú lenging dregur verulega úr áhættu varðandi greiðslujöfnuð þjóðarbúsins á næstu árum og eykur um leið líkur á að hægt verði að stíga markviss skref í átt að afnámi fjármagnshafta. Forsenda þess að samkomulagið taki gildi er að LBI hf. fái tilteknar undanþágur í samræmi við lög um gjaldeyrismál. Þær undanþágur hafa ekki enn verið veittar af hálfu Seðlabanka Íslands og fjármála- og efnahagsráðuneytis. Að mati Landsbankans er brýnt að niðurstaða fáist í það mál sem fyrst til að draga úr óvissu um greiðslujöfnuð þjóðarbúsins og um endurfjármögnun Landsbankans í erlendri mynt.

Horfur í rekstri bankans fyrir árið í heild eru góðar, en þó er enn óvissa tengd yfirstandandi dómsmálum.“ 

Helstu stærðir úr rekstri og efnahag

Rekstur

 • Hagnaður Landsbankans nam 14,9 milljörðum króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 2014, samanborið við 15,5 milljarða króna á sama tíma á árinu 2013. 
 • Arðsemi eigin fjár eftir skatta nam 12,8% samanborið við 13,5% fyrir sama tímabil árið 2013. 
 • Hreinar vaxtatekjur námu 15,2 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þær námu tæplega 17 milljörðum króna á sama tímabili árið 2013. 
 • Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu heildareigna lækkar, var 2,6% á fyrri helmingi ársins en 3,1% á sama tímabili árið 2013.
 • Hreinar þjónustutekjur námu 2,9 milljörðum króna og standa nánast í stað milli tímabila.
 • Kostnaðarhlutfall fyrstu sex mánuði ársins var 54,9%, en það var 42,1% á sama tíma í fyrra. Rekstrarkostnaður bankans hefur lítið breyst, en lægri tekjur á fyrsta ársfjórðungi 2014 skýra hærra kostnaðarhlutfall á fyrri helmingi ársins. 
 • Rekstrarkostnaður hækkar um 0,2% að raungildi frá fyrra ári.
 • Stöðugildi í lok júní voru 1.162, samanborið við 1.183 í lok árs 2013.

Efnahagur

 • Eigið fé bankans nam í lok júní 236 milljörðum króna og hefur það lækkað um 2,3% frá áramótum. Landsbankinn greiddi eigendum sínum tæpa 20 milljarða króna í arð á fyrsta ársfjórðungi ársins sem lækkar eigið fé og eiginfjárhlutfall.
 • Eiginfjárhlutfall bankans (CAR – Capital Adequacy Ratio) er vel umfram kröfur FME. Það er nú 26,8%, en var 25,9% í lok júní 2013.
 • Heildareignir bankans námu 1.155 milljörðum í lok júní 2014, en þær hafa hækkað um rúma 3 milljarða frá áramótum.
 • Innlán viðskiptavina hafa aukist um 4% frá áramótum, eða um tæpa 17 milljarða. 
 • Heildarlánveitingar á fyrri hluta árs eru um 71 milljarðar króna, en að teknu tilliti til afborgana annarra lána, virðisbreytinga og fleiri þátta þá hafa heildarútlán hækkað um 19 milljarða á tímabilinu.
 • Lausafjárstaða bankans er sterk, bæði í erlendri mynt og í íslenskum krónum. Lausafjárhlutfallið var 47% í lok júní 2014, en 50% í lok árs 2013.
 • Gjaldeyrisjöfnuður bankans er í góðu horfi og eignir í erlendri mynt eru um 18,5 milljarðar króna umfram skuldir í erlendri mynt. 
 • Heildarvanskil hjá fyrirtækjum og heimilum stóðu í 4,0% í lok júní 2014, en voru 5,3% í lok árs 2013.
Helstu niðurstöður (fjárhæðir í milljónum króna)
  1H 2014 1H 2013 2013 2012 2011
Hagnaður eftir skatta 14.878 15.525 28.759
25.494 16.957
Arðsemi eigin fjár 12,8% 13,5% 12,4%
12,0% 8,4%
Vaxtamunur / heildareignir 2,6% 3,1% 3,1%
3,2% 2,9%
Kostnaðarhlutfall * 54,9% 42,1% 42,9%
45,0% 40,6%
Raunbreyting rekstrarkostnaðar 0,2% -7,9% -10,1% 4,9% 13,3%
Stöðugildi 1.162 1.165 1.183
1.233 1.311

Heildareignir 1.154.598 1.126.094 1.151.516
1.084.787 1.135.482
Útlán til viðskiptavina 699.648 665.411 680.468
666.087 639.130
Innlán frá viðskiptavinum 473.356 448.931 456.662
421.058 443.590
Eiginfjárhlutfall (CAR) 26,8% 25,9% 26,7%
25,1% 21,4%
Lausafjárhlutfall 47% 45% 50% 48% 43%
Lausafjárhlutfall LCR alls 110% - 102% - -
Lausafjárhlutfall LCR FX 208% - 208% - -
Gjaldeyrisjöfnuður 18.514 5.144 14.457 -20.035 20.034
Vanskilahlutfall (>90 daga) 4,0% 6,2% 5,3%
8,3% 13,9%

* Kostnaðarhlutfall = Rekstrargjöld alls að frátalinni gjaldfærslu vegna hlutabréfatengdra launaliða / (Hreinar rekstrartekjur – virðisbreytingar útlána)

Helstu þættir í rekstri bankans á fyrri helmingi ársins 2014

 • Hið alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtæki Standard & Poor‘s (S&P) veitti Landsbankanum í janúar lánshæfiseinkunina BB+ með stöðugum horfum.
 • Landsbankinn greiddi arð til eigenda sinna í mars í samræmi við samþykkt aðalfundar og nam hún 70% af hagnaði síðasta árs, eða tæpum 20 milljörðum króna. Arðgreiðslan kom til lækkunar á eigin fé á fyrsta ársfjórðungi.
 • Útgáfa sértryggðra skuldabréfa bankans var aukin um 1,5 milljarð króna á tímabilinu.
 • Landsbankinn var eitt af fjögurra fyrirtækja sem tilnefnd voru til Menntaverðlauna atvinnulífsins 2014.
 • Alþjóðlega fjármálaritið Global Finance valdi Landsbankann besta bankann á Íslandi.
 • Alþjóðlega fjármálatímaritið International Finance valdi Landsbankann besta bankann á Íslandi og taldi netbanka Landsbankans besta netbankann.
 • Í mars tók gildi nýtt skipulag útibúa Landsbankans á höfuðborgarsvæðinu og eru öll útibú bankans á því svæði eftirleiðis einstaklingsútibú. Öll viðskipti smærri og meðalstórra fyrirtækja færðust í nýja fyrirtækjamiðstöð í Borgartúni 33.
 • Skrifað var undir nýjan samning í maí um breytingu á skilmálum skuldabréfa Landsbankans og LBI hf. sem samið var um í desember 2009. Lokagjalddagi skuldabréfanna verður árið 2026 í stað 2018. Forsenda þess að samkomulagið taki gildi er að LBI hf. fái tilteknar undanþágur í samræmi við lög um gjaldeyrismál.
 • Í júní seldi Landsbankinn 9,9% eignarhlut í FSÍ (Framtakssjóður Íslands) slhf. og allan eignarhlut sinn í IEI slhf., eða sem nemur 27,6%, en í árslok 2013 var FSÍ skipt upp í tvö félög, FSÍ slhf. og IEI slhf. Heildarsöluandvirðið var rúmlega 7 milljarðar króna. 

Helstu atriði framundan í rekstri bankans

 • Beðið er ákvörðunar Seðlabankans og fjármála- og efnahagsráðuneytis vegna óskar LBI hf. um undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál í kjölfar samkomulags Landsbankans og LBI hf. 
 • Landsbankinn er að ljúka uppsetningu á EMTN skuldabréfaramma, sem mun gera bankanum kleift að gefa út skuldabréf erlendis í erlendum gjaldmiðlum.
 • Áfram er unnið að hagræðingu, með því að einfalda vinnuferla og draga úr kostnaði, en um leið bæta þjónustu við viðskiptavini. Mikið hefur áunnist við að hagræða í húsnæðismálum. Áfram er leitað leiða á því sviði og liggja tækifæri nú helst í húsnæði fyrir miðlæga starfsemi bankans. 
 • Áfram er unnið að leiðréttingu ólögmætra gengistryggðra lána og er sú vinna mjög langt komin.
 • Undirbúningi fyrir framkvæmd skuldaleiðréttingar í samræmi við aðgerðir ríkisstjórnar miðar vel.

Árshlutareikningur samstæðu 1H 2014

Afkomukynning

Fréttatilkynning


04. desember 2020 13:37

Jólin koma – með Gunna og Felix

Félagarnir Gunni og Felix bjóða börnum á öllum aldri á skemmtilega jólasýningu á Facebook-síðu Landsbankans, sunnudaginn 6. desember kl. 14.00.


Nánar

04. desember 2020 13:00

Landsbankahúsið við Pólgötu á Ísafirði til sölu

Hús Landsbankans við Pólgötu 1 á Ísafirði verður auglýst til sölu um helgina. Húsið, sem var reist á árunum 1956-1958, setur sterkan svip á umhverfi sitt og er almennt talið eitt af fallegustu húsum miðbæjarins.


Nánar

04. desember 2020 12:20

Hagsjá: Mánaðaryfirlit yfir gjaldeyrismarkaðinn

Evran lækkaði um 3,2% og Bandaríkjadalur um 5,6% gagnvart krónunni í nóvember. Velta á gjaldeyrismarkaði í nóvember var 32,5 ma.kr. (201 m.evra). Hlutdeild Seðlabankans var 43%


Nánar

Skráðu þig á póstlista