Fréttir

13. ágúst 2014 14:39

Hagsjá: Sterk staða íslenskra banka í alþjóðlegum samanburði

Samantekt

The Banker, tímarit á vegum Financial Times, birti í júlí mat sitt á styrk og frammistöðu 1.000 fremstu banka heimsins, en tímaritið hefur tekið saman samskonar lista allt frá árinu 1970. Tímaritið telur helstu niðurstöðu samantektarinnar vera aukinn hagnað 1.000 fremstu bankanna en hagnaður bankanna á árinu 2013 fór í fyrsta sinn fram úr metárinu 2007.

Íslensku bankarnir komu vel út úr könnuninni í ár og eru allir að bæta sig. Af flokkunum þremur sem metnir eru koma íslensku bankarnir best út úr fjárhagslegum styrk,  sem metinn er út frá eiginfjárhlutfalli (CAR), og frammistöðu, sem metin er út frá arðsemi eigna (ROA). Hvað fjárhagslegan styrk varðar kemst Landsbankinn í 20. sæti í heiminum og 1. sæti í Vestur-Evrópu með CAR-hlutfall upp á 20,6%. Landsbankinn og Íslandsbanki eru síðan hlið við hlið í sætum 39 og 38 þegar frammistaðan er metinn, en Arion í 248. sæti.

Kostnaðarhlutfall íslensku bankanna er afar svipað því sem gengur og gerist víðast hvar í löndunum í kringum okkur, en hlutfallið mælir hagkvæmni í rekstri. Sé litið til Norðurlandanna er þetta hlutfall almennt í kringum 50%, lægst í Noregi (41,3%). Af íslensku bönkunum er hlutfallið lægst hjá Landsbankanum, 40,3%, þar næst kemur Arion með 59,7% og loks Íslandsbanki með 65,3%.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Sterk staða íslenskra banka í alþjóðlegum samanburði

19. ágúst 2019 09:59

Dagskrá í Landsbankanum á Menningarnótt

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst 2019. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta menningardagskrá í Austurstræti 11.


Nánar

12. ágúst 2019 09:46

Umræðan: Góðar viðtökur við fyrstu A2A-greiðslulausninni

Fyrr í sumar opnaði Landsbankinn fyrir aðgang að svokallaðri A2A-greiðslulausn, fyrstur íslenskra banka. Síðan þá hafa rúmlega 50 aðilar nýtt sér prófunarumhverfi fyrir lausnina og verið er að vinna úr fyrstu umsóknunum fyrir aðgang að raunumhverfi.


Nánar

19. ágúst 2019 08:27

Vikubyrjun 19. ágúst 2019

Atvinnuþátttaka var 84% í júní og hefur ekki verið meiri síðan í júlí 2018. 209 þús. manns voru starfandi og 6.800 atvinnulausir. Starfandi voru um 6 þús. fleiri nú í júní en í júní 2018. Vikulegur vinnutími var að jafnaði 40,1 stundir í júní og hafði fækkað um 0,6 stundir frá júní 2018.


Nánar