Fréttir

06. ágúst 2014 11:31

Landsbankinn stoltur bakhjarl Hinsegin daga

Landsbankinn styður réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi og er stoltur bakhjarl Hinsegin daga í Reykjavík. Hátíðin stendur yfir dagana 5.-10. ágúst en einn hápunktur hennar er gleðigangan og hátíðardagskrá á Arnarhóli laugardaginn 9. ágúst. Landsbankinn hefur stutt Hinsegin daga og Gay Pride um margra ára skeið.

Auk þess að styðja hátíðina með fjárframlagi tók bankinn að sér í ár að dreifa dagskrárriti hátíðarinnar í öllum útibúum bankans í því skyni að kynna hátíðina enn betur um land allt. Þá mun starfsfólk í öllum útibúum skarta fallegu lyklabandi í regnbogalitunum með starfsmannakortinu sínu til að sýna stuðning í verki.

Við óskum hinsegin fólki og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar á Hinsegin dögum.

Vefur Hinsdegin daga


Hinsegin dagar
Landsbankinn dreifði dagskrárriti Hinsegin daga í útibúum sínum um land allt. Þær Sara Karen, María Sif og Aðalheiður í Landsbankanum Austurstræti glugguðu í dagskrárritið.
Hinsegin dagar
Starfsfólkið á Selfossi er glæsilegt með regnbogabandið um hálsinn. Frá vinstri eru: Margrét Jónsdóttir, Ása Hlín Gunnarsdóttir, Sóley Hjaltadóttir, Markús Árni Vernharðsson, Ásrún Jónsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og Gunnlaugur Sveinsson útibússtjóri á Selfossi.


19. ágúst 2019 09:59

Dagskrá í Landsbankanum á Menningarnótt

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst 2019. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta menningardagskrá í Austurstræti 11.


Nánar

12. ágúst 2019 09:46

Umræðan: Góðar viðtökur við fyrstu A2A-greiðslulausninni

Fyrr í sumar opnaði Landsbankinn fyrir aðgang að svokallaðri A2A-greiðslulausn, fyrstur íslenskra banka. Síðan þá hafa rúmlega 50 aðilar nýtt sér prófunarumhverfi fyrir lausnina og verið er að vinna úr fyrstu umsóknunum fyrir aðgang að raunumhverfi.


Nánar

19. ágúst 2019 08:27

Vikubyrjun 19. ágúst 2019

Atvinnuþátttaka var 84% í júní og hefur ekki verið meiri síðan í júlí 2018. 209 þús. manns voru starfandi og 6.800 atvinnulausir. Starfandi voru um 6 þús. fleiri nú í júní en í júní 2018. Vikulegur vinnutími var að jafnaði 40,1 stundir í júní og hafði fækkað um 0,6 stundir frá júní 2018.


Nánar