Fréttir

17. júlí 2014 16:01

Lífleg fjármálafræðsla í Bæjarbíói


Líflegt var í Bæjarbíói í Hafnarfirði á þriðjudagsmorgun þegar fjöldi ungmenna úr Vinnuskóla Hafnarfjarðar fékk fjármálafræðslu frá starfsmönnum Landsbankans.

Margt af því unga fólki sem mætti í gær er um þessar mundir að fá sín fyrstu sumarlaun og því ærin ástæða til að byrja að huga að eigin fjármálum. Um er að ræða fræðslu um grunnþætti fjármála, auk þess sem krakkarnir fengu innsýn í hvernig lesa á úr venjulegum launaseðli.

Landsbankinn hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að stuðla að auknu fjármálalæsi meðal ungs fólks og lítur á fjármálafræðslu til almennings sem hluta af samfélagslegri ábyrgð sinni.

19. ágúst 2019 09:59

Dagskrá í Landsbankanum á Menningarnótt

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst 2019. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta menningardagskrá í Austurstræti 11.


Nánar

21. ágúst 2019 10:22

Breytingar á gjaldskrá vegna Priority Pass korta

Gjald vegna heimsókna í Priority Pass biðstofur á flugvöllum mun hækka úr 2.900 kr. í 3.900 kr. frá og með 21. október 2019. Um leið leggst á 1.900 kr. gjald vegna endurútgáfu Priority Pass korta.


Nánar

21. ágúst 2019 09:14

Hagsjá: Fasteignamarkaður áfram í algerri kyrrstöðu

Samkvæmt tölum Þjóðskrár lækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,1% milli júní og júlí. Verð á fjölbýli lækkaði um 0,2% og verð á sérbýli hækkaði um 1,1%. Horft yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,1% og verð á sérbýli um 2,1%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 2,9%, sem er 0,3 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Árshækkun íbúðarhúsnæðis hefur ekki verið lægri síðan í apríl 2011.


Nánar