Fréttir

20. maí 2014 13:49

Heiðarskóli vann Skólahreysti - myndasafn

Heiðarskóli úr Reykjanesbæ bar sigur úr býtum í Skólahreysti árið 2014 eftir æsispennandi úrslitakeppni í Laugardalshöll á föstudag. Stemningin var engu lík í Höllinni en keppnin var einnig sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Tólf bestu skólar mættust í úrslitum og hefur keppnin sjaldan verið eins jöfn og hörð og ljóst er að mikil áhersla hefur verið lögð á æfingar í skólunum í vetur. Skólahreysti er í boði Landsbankans sem tók við sem aðalbakhjarl keppninnar í vetur.

Holtaskóli úr Reykjanesbæ tryggði sér annað sætið með góðum endaspretti og Seljaskóli varð í þriðja sæti í sinni fyrstu úrslitakeppni. Heiðarskóli endurheimti nú titilinn sem skólinn vann í fyrsta og eina skiptið árið 2010. Holtaskóli hafði unnið keppnina síðustu þrjú ár.

Aðrir sem tóku þátt í úrslitum voru Fellaskóli í Fellabæ, Grundaskóli, Grunnskólinn á Þingeyri, Hvolsskóli, Lágafellsskóli, Síðuskóli, Valhúsaskóli, Vallaskóli og Varmahlíðarskóli.

Sigurlið Heiðarskóla skipaði þau:

  • Andri Már Ingvarsson sem tók upphífingar og dýfur
  • Elma Rósný Arnardóttir sem tók armbeygjur og hreystigreip
  • Arnór Elí Guðjónsson tók hraðaþraut
  • Katla Rún Garðarsdóttir tók hraðaþraut

Vegleg verðlaun

Landsbankinn veitti nemendafélögum þriggja efstu skólanna vegleg peningaverðlaun. Keppendur sigurliðsins fengu einnig vegleg verðlaun.

Myndasafn frá úrslitum Skólahreysti

Nánar um Skólahreysti


Sigurlið Heiðarskóla fagnar sigrinum ákaft.

Holtaskóli nældi sér í annað sætið með góðum endaspretti og Seljaskóli varð í þriðja sæti í sinni fyrstu ferð í úrslitin.

03. júlí 2020 10:53

Hagsjá: Mánaðaryfirlit yfir gjaldeyrismarkaðinn

Krónan veiktist um 2,8% gagnvart evrunni og 1,7% gagnvart Bandaríkjadal í júní. Velta á gjaldeyrismarkaði nam 42,2 mö.kr. (276 m.evra) í júní.


Nánar

02. júlí 2020 14:49

Landsbankinn styrkir fimmtán framúrskarandi námsmenn

Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 1. júlí sl. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fyrsta skipti. Heildarupphæð námsstyrkjanna nemur sex milljónum króna. Alls bárust rúmlega 500 umsóknir í ár en Landsbankinn er eini bankinn sem veitir námsstyrki.


Nánar

29. júní 2020 18:24

Umræðan: Fjármálageirinn og loftslagsvandinn

Hlutverk fjármálageirans í baráttunni við loftslagsvandann er til umfjöllunar í nýrri greinaröð Ara Skúlasonar hagfræðings á Umræðunni. Landsbankinn telur mikilvægt að fjalla um loftslagsmál og hið mikilvæga hlutverk sem fjármálafyrirtæki og fjármálamarkaðir munu gegna í þeim breytingum sem framundan eru.


Nánar

Skráðu þig á póstlista