Fréttir

15. maí 2014 13:30

Tólf bestu skólarnir í Skólahreysti mætast

Úrslit ráðast annað kvöld í Skólahreysti – hreystikeppni grunnskólanna – þegar tólf bestu grunnskólar landsins í Skólahreysti keppa til sigurs í Laugardalshöll, föstudaginn 16. maí. Alls tóku 110 grunnskólar þátt í keppninni í ár, sem nú var haldin í tíunda sinn. Sigurvegarar úr tíu svæðiskeppnum komust sjálfkrafa í úrslit en auk þess tryggðu tveir skólar sér þátttöku með bestan árangur í öðru sæti.

Frítt er inn á keppnina í Laugardalshöll í boði Landsbankans sem er bakhjarl Skólahreysti. RÚV mun sýna beint frá keppninni og hefst útsending kl. 19.40 á morgun föstudag, strax eftir fréttir.

Skólar í úrslitum

Skólarnir tólf sem keppa til úrslita eru: Fellaskóli Fellabæ, Grundaskóli á Akranesi, Grunnskólinn á Þingeyri, Heiðarskóli og Holtaskóli úr Reykjanesbæ, Hvolsskóli á Hvolsvelli, Lágafellsskóli í Mosfellsbæ, Síðuskóli á Akureyri, Seljaskóli í Reykjavík, Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi, Vallaskóli á Selfossi og Varmahlíðarskóli.

Holtaskóli í Reykjanesbæ hefur unnið Skólahreysti síðustu þrjú ár en Heiðarskóli árið þar áður en sá síðarnefndi fór inn í úrslit í ár með bestan árangur úr undankeppninni. Fellaskóli, Fellabæ, Grunnskólinn á Þingeyri og Seljaskóli keppa nú í fyrsta sinn í úrslitum.

Keppnisgreinarnar í Skólahreysti eru armbeygjur, dýfur, hreystigreip, upphífingar og hraðaþraut. Stúlkurnar keppa í armbeygjum og hreystigreip en drengir í upphífingum og dýfum. Tveggja manna lið keppa í hraðaþraut.

Vegleg verðlaun frá Landsbankanum

Landsbankinn veitir nemendafélögum þriggja efstu skólanna vegleg peningaverðlaun. Keppendur sigurliðsins fá einnig sérstök verðlaun. Þá stendur bankinn einnig fyrir Instagram-myndakeppni og geta áhorfendur sent inn myndir merktar #skolahreysti. Bestu og frumlegustu myndirnar verða  verðlaunaðar.

 

03. júlí 2020 10:53

Hagsjá: Mánaðaryfirlit yfir gjaldeyrismarkaðinn

Krónan veiktist um 2,8% gagnvart evrunni og 1,7% gagnvart Bandaríkjadal í júní. Velta á gjaldeyrismarkaði nam 42,2 mö.kr. (276 m.evra) í júní.


Nánar

02. júlí 2020 14:49

Landsbankinn styrkir fimmtán framúrskarandi námsmenn

Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 1. júlí sl. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fyrsta skipti. Heildarupphæð námsstyrkjanna nemur sex milljónum króna. Alls bárust rúmlega 500 umsóknir í ár en Landsbankinn er eini bankinn sem veitir námsstyrki.


Nánar

29. júní 2020 18:24

Umræðan: Fjármálageirinn og loftslagsvandinn

Hlutverk fjármálageirans í baráttunni við loftslagsvandann er til umfjöllunar í nýrri greinaröð Ara Skúlasonar hagfræðings á Umræðunni. Landsbankinn telur mikilvægt að fjalla um loftslagsmál og hið mikilvæga hlutverk sem fjármálafyrirtæki og fjármálamarkaðir munu gegna í þeim breytingum sem framundan eru.


Nánar

Skráðu þig á póstlista