Fréttir

29. apríl 2014 09:45

Helgi Þór Arason ráðinn framkvæmdastjóri Landsbréfa

Stjórn Landsbréfa hf. hefur ráðið Helga Þór Arason sem framkvæmdastjóra félagsins.

Helgi hefur mikla reynslu af íslenskum fjármálamarkaði en undanfarin ár hefur hann gegnt starfi forstöðumanns Markaðsviðskipta í Landsbankanum hf.

Helgi nam viðskiptafræði við Háskóla Íslands og stefnir á að ljúka MBA prófi frá sama skóla nú í vor. Hann hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum sbr. 53. gr. laga um fjármálafyrirtæki.

Helgi hefur störf þann 5. júní næstkomandi, en fram að þeim tíma mun Hermann Már Þórisson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra Landsbréfa til bráðabirgða, vera framkvæmdastjóri félagsins.

19. ágúst 2019 09:59

Dagskrá í Landsbankanum á Menningarnótt

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst 2019. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta menningardagskrá í Austurstræti 11.


Nánar

21. ágúst 2019 10:22

Breytingar á gjaldskrá vegna Priority Pass korta

Gjald vegna heimsókna í Priority Pass biðstofur á flugvöllum mun hækka úr 2.900 kr. í 3.900 kr. frá og með 21. október 2019. Um leið leggst á 1.900 kr. gjald vegna endurútgáfu Priority Pass korta.


Nánar

21. ágúst 2019 09:14

Hagsjá: Fasteignamarkaður áfram í algerri kyrrstöðu

Samkvæmt tölum Þjóðskrár lækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,1% milli júní og júlí. Verð á fjölbýli lækkaði um 0,2% og verð á sérbýli hækkaði um 1,1%. Horft yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,1% og verð á sérbýli um 2,1%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 2,9%, sem er 0,3 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Árshækkun íbúðarhúsnæðis hefur ekki verið lægri síðan í apríl 2011.


Nánar