Fréttir

25. apríl 2014 08:54

Landsbankinn opnar fyrirtækjamiðstöð í Borgartúni 33

Landsbankinn opnar í dag þjónustumiðstöð fyrir minni og meðalstór fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu að Borgartúni 33 í Reykjavík. Þangað hafa allir starfsmenn fyrirtækjaþjónustu útibúa á höfuðborgarsvæðinu flust og minni og meðalstór fyrirtæki geta sótt þangað alla þjónustu sem þau þarfnast. Með þessu gengur í garð ein mesta breyting sem gerð hefur verið á þjónustu við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu á síðari árum af hálfu Landsbankans.

Öll útibú á höfuðborgarsvæðinu munu eftir þessar breytingar leggja megináherslu á þjónustu við einstaklinga, en geta áfram sinnt einfaldari þjónustu við fyrirtæki.

Hið nýja fyrirkomulag gefur bankanum kost á að bjóða fyrirtækjum umfangsmeiri ráðgjöf en áður,  aðgengi að sérfræðingum verður betra og hægt verður að afgreiða erindi þeirra hraðar. Heimsóknir til fyrirtækja verða einnig stór hluti starfsemi fyrirtækjamiðstöðvarinnar í Borgartúni.

Fyrirtæki munu halda sínum tengiliðum, símanúmer og netföng haldast óbreytt, bankanúmer einnig og áfram verður hægt að nota útibú bankans á höfuðborgarsvæðinu sem fundarstaði. Allt kapp er því á það lagt að dagleg starfsemi viðskiptavina raskist ekki á neinn hátt.

Þessum breytingum fylgja ekki uppsagnir starfsfólks en með þeim nær bankinn fram hagræðingu í rekstri um leið og þjónusta við viðskiptavini eflist. Fyrir í Borgartúni 33 eru útibú bankans, Landsbréf hf. og Bíla- og tækjafjármögnun Landsbankans.

Þorsteinn Stefánsson, sem áður gegndi stöðu útibússtjóra í Grafarholti, mun veita Fyrirtækjamiðstöðinni forstöðu en undir hans stjórn starfa þrír svæðisstjórar. Þau eru: 

Vestursvæði:  Arnheiður Klausen Gísladóttir
Suðursvæði:  Yngvi Óðinn Guðmundsson
Austursvæði:  Friðgeir Magni Baldursson

Á vef Landsbankans er vefsvæði þar sem hægt er að nálgast nánari upplýsingar um áhrif fyrrnefndra breytinga. Einnig er hægt að hringja í Þjónustuver bankans í síma 410 4000 alla virka daga frá klukkan 9 - 17, eða senda póst á netfangið info@landsbankinn.is.

19. ágúst 2019 09:59

Dagskrá í Landsbankanum á Menningarnótt

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst 2019. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta menningardagskrá í Austurstræti 11.


Nánar

21. ágúst 2019 10:22

Breytingar á gjaldskrá vegna Priority Pass korta

Gjald vegna heimsókna í Priority Pass biðstofur á flugvöllum mun hækka úr 2.900 kr. í 3.900 kr. frá og með 21. október 2019. Um leið leggst á 1.900 kr. gjald vegna endurútgáfu Priority Pass korta.


Nánar

21. ágúst 2019 09:14

Hagsjá: Fasteignamarkaður áfram í algerri kyrrstöðu

Samkvæmt tölum Þjóðskrár lækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,1% milli júní og júlí. Verð á fjölbýli lækkaði um 0,2% og verð á sérbýli hækkaði um 1,1%. Horft yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,1% og verð á sérbýli um 2,1%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 2,9%, sem er 0,3 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Árshækkun íbúðarhúsnæðis hefur ekki verið lægri síðan í apríl 2011.


Nánar