Fréttir

28. mars 2014 13:21

Nýtt skipulag útibúa á höfuðborgarsvæðinu

Nýir svæðisstjórar einstaklingsþjónustu
Nýir svæðisstjórar einstaklingsþjónustu, Frá vinstri: Þorsteinn Þorsteinsson (Vestur), Guðrún S. Ólafsdóttir (Suður) og Brynjólfur Æ. Sævarsson (Austur).

Nýtt skipulag útibúa Landsbankans á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið gildi og verða öll útibú bankans á höfuðborgarsvæðinu eftirleiðis einstaklingsútibú. Þessum breytingum er ætlað að skila viðskiptavinum útibúanna betri þjónustu og sérhæfðari ráðgjöf. Um leið færast öll viðskipti fyrirtækja sem verið hafa í útibúum í nýja Fyrirtækjamiðstöð sem verður til húsa í Borgartúni 33 í Reykjavík.

Samfara þessu verður höfuðborgarsvæðinu skipt upp í þrjú markaðssvæði á sviði einstaklingsviðskipta og verður svæðisstjóri yfir hverju þeirra.  Þeim er ætlað að leiða sókn bankans og tryggja samhæfingu og samstarf milli svæða. Svæðin þrjú eru:

  • Vestursvæði (Austurstræti, Borgartún og Vesturbær)
  • Austursvæði (Grafarholt og Mjódd)
  • Suðursvæði (Hafnarfjörður og Hamraborg)

Svæðisstjórarnir þrír eru þau Guðrún S. Ólafsdóttir (suður), Þorsteinn Þorsteinsson (vestur) og Brynjólfur Æ. Sævarsson (austur). 

Útibú á höfuðborgarsvæðinu verða áfram sjö og jafnhliða þessum breytingum hafa nýir útibússtjórar tekið til starfa í þeim öllum. Þeir eru: 

  • Sara Birgisdóttir - Borgartún
  • Anna Kristín Birgisdóttir - Vesturbær
  • Arnar Hreinsson - Hafnarfjörður
  • Guðrún B. Ægisdóttir - Hamraborg
  • Rúnar Gíslason - Mjódd
  • Kr. Pétrún Gunnarsdóttir - Grafarholt
  • Þórey Árnadóttir - Austurstræti
Nýir útibússtjórar á höfuðborgarsvæðinu
Nýir útibússtjórar á höfuðborgarsvæðinu. Frá vinstri: Kristín Pétrún Gunnarsdóttir Grafarholti, Arnar Hreinsson Hafnarfirði, Anna Kristín Birgisdóttir Vesturbæ, Sara A. Birgisdóttir Borgartúni, Þórey Árnadóttir Austurstræti, Rúnar Gíslason Mjódd og Guðrún Breiðfjörð Ægisdóttir Hamraborg.

Útibú Landsbankans

19. ágúst 2019 09:59

Dagskrá í Landsbankanum á Menningarnótt

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst 2019. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta menningardagskrá í Austurstræti 11.


Nánar

21. ágúst 2019 10:22

Breytingar á gjaldskrá vegna Priority Pass korta

Gjald vegna heimsókna í Priority Pass biðstofur á flugvöllum mun hækka úr 2.900 kr. í 3.900 kr. frá og með 21. október 2019. Um leið leggst á 1.900 kr. gjald vegna endurútgáfu Priority Pass korta.


Nánar

21. ágúst 2019 09:14

Hagsjá: Fasteignamarkaður áfram í algerri kyrrstöðu

Samkvæmt tölum Þjóðskrár lækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,1% milli júní og júlí. Verð á fjölbýli lækkaði um 0,2% og verð á sérbýli hækkaði um 1,1%. Horft yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,1% og verð á sérbýli um 2,1%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 2,9%, sem er 0,3 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Árshækkun íbúðarhúsnæðis hefur ekki verið lægri síðan í apríl 2011.


Nánar