Fréttir

24. mars 2014 08:59

Landsbankinn valinn besti bankinn á Íslandi

Tímaritið Global Finance Magazine, sem er alþjóðlegt fjármálarit, hefur valið Landsbankann sem besta bankann á Íslandi. Þetta var tilkynnt í New York síðustu viku af hálfu Global Finance Magazine.

Global Finance Magazine greinir frá vali sínu eftir að hafa haft náið samráð við bankamenn, starfsmenn á fjármálamarkaði og greinendur um allan heim. Við matið koma til álita fjárhagslegir þættir sem hægt er að mæla nákvæmlega, jafnt og aðrir þættir sem byggja fremur á huglægu mati. Til viðbótar byggir Global Finance Magazine í fyrsta sinn val sitt á könnun sem gerð er á meðal lesenda blaðsins. 

Haft er eftir Joseph D. Giarraputo, ristjóra og útgefenda blaðsins í tilkynningu að þeir bankar sem fá verðlaun Global Finance Magazine skeri sig úr þegar kemur að því að skynja og svara þörfum viðskiptavina sinna. Þetta eru þeir bankar segir útgefandinn, sem „hafa náð bestum árangri við erfiðar aðstæður.“

Global Finance Magazine var stofnað árið 1987, lesendur eru um 200.000 í 180 löndum. Höfuðstöðvar blaðsins eru í New York, en einnig rekur það skrifstofu í London og Mílanó. Áskrifendur blaðsins eru einkum hærra settir starfsmenn í fjármála- og efnahagslífi, forstjórar, framkvæmdastjórar og sérfræðingar. Tæmandi listi yfir þá banka sem fá verðlaun blaðsins á þessu ári verður birtur í maí. Verðlaunin verða afhent í tengslum við ársfund Alþjóða gjaldeyrisjóðsins í Washington í Bandaríkjunum í október. 

Nánari upplýsingar um verðlaunin

19. ágúst 2019 09:59

Dagskrá í Landsbankanum á Menningarnótt

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst 2019. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta menningardagskrá í Austurstræti 11.


Nánar

12. ágúst 2019 09:46

Umræðan: Góðar viðtökur við fyrstu A2A-greiðslulausninni

Fyrr í sumar opnaði Landsbankinn fyrir aðgang að svokallaðri A2A-greiðslulausn, fyrstur íslenskra banka. Síðan þá hafa rúmlega 50 aðilar nýtt sér prófunarumhverfi fyrir lausnina og verið er að vinna úr fyrstu umsóknunum fyrir aðgang að raunumhverfi.


Nánar

19. ágúst 2019 08:27

Vikubyrjun 19. ágúst 2019

Atvinnuþátttaka var 84% í júní og hefur ekki verið meiri síðan í júlí 2018. 209 þús. manns voru starfandi og 6.800 atvinnulausir. Starfandi voru um 6 þús. fleiri nú í júní en í júní 2018. Vikulegur vinnutími var að jafnaði 40,1 stundir í júní og hafði fækkað um 0,6 stundir frá júní 2018.


Nánar