Fréttir

14. mars 2014 14:45

Leiðrétting endurreiknings gengistryggðra lána

Landsbankinn hefur endurskoðað afstöðu sína til leiðréttingar lána þeirra viðskiptavina sem voru með ólögmæt gengistryggð bílalán hjá Avant.

Tekin hefur verið ákvörðun um að leiðrétta endurreikning þeirra lána þar sem lántakar fengu greitt minna en 1 milljón króna  úr nauðasamningi Avants. Leiðréttingin getur þó aldrei leitt til heildarinneignar umfram 1 milljón króna.

Áhrif fyrningarreglu á uppgjör

Landsbankinn vinnur nú að leiðréttingu á endurreikningi gengistryggðra lána í samræmi við dóma Hæstaréttar um gildi fullnaðarkvittana. Bankinn vill vekja athygli á að í bráðabirgðaákvæði XIV í vaxtalögum nr. 38/2001 kemur fram að fyrningarfrestur uppgjörskrafna, vegna ólögmætrar verðtryggingar lánssamninga í formi gengistryggingar, reiknast frá 16. júní 2010. Af því tilefni vill Landsbankinn árétta, að við framangreinda leiðréttingu á endurreikningi gengistryggðra lána, mun bankinn fram til ársloka 2014, ekki bera fyrir sig þessa fyrningarreglu vegna þeirra lána sem voru tekin yfir af Landsbankanum. Fram til þess tíma er því ekki þörf á að birta Landsbankanum stefnu til að rjúfa fyrningu slíkra krafna. Landsbankinn áætlar að búið verði að framkvæma allar nauðsynlegar leiðréttingar á fyrri hluta árs 2014.

Fasteigna- og bílalán

Landsbankinn hefur nú lokið leiðréttingu endurreiknings nánast allra fasteignalána og verða þau síðustu afgreidd í þessum mánuði.

Til þessa hefur Landsbankinn lokið leiðréttingu endurreiknings 20.000 bílalána, en í kjölfar dóms Hæstaréttar í desember 2013, sem varðaði uppgreidda saminga, varð ljóst að leiðrétta og endurreikna þyrfti um 15.000 bílalán umfram það sem áður var talið. Bankinn hefur sett sér það markmið að leiðréttingu meginþorra þessara lána verði að fullu lokið á fyrri hluta ársins 2014.

17. september 2019 13:27

Umræðan: Fyrirtæki metin út frá samfélagsábyrgð

Í nýju viðtali á Umræðunni ræðir Tom Haas Carstensen, framkvæmdastjóri hjá LGT Capital Partners um mikilvægi þess að taka mið af umhverfislegum og félagslegum sjónarmiðum í fjárfestingum. LGT hefur þróað aðferð til að meta fyrirtæki út frá því hvernig þau standa sig í samfélagsábyrgð.


Nánar

12. september 2019 10:24

Ferðaþjónusturáðstefna Landsbankans haldin 26. september

Landsbankinn stendur fyrir opinni ráðstefnu um stöðu og framtíðarhorfur ferðaþjónustu á Íslandi fimmtudaginn 26. september 2019 í Silfurbergi Hörpu.


Nánar

05. september 2019 16:33

Landsbankinn + Iceland Airwaves kynna: Una Schram

Landsbankinn hitar upp fyrir Iceland Airwaves með því að birta ný myndbönd og viðtöl við ungt tónlistarfólk á Iceland Airwaves-vef bankans. Að þessu sinni mun bankinn birta eitt myndband í einu og fyrsti tónlistarmaðurinn í ár var Krassasig. Nú er komið að myndbandi númer tvö í röðinni og er það með söngkonunni Unu Schram.


Nánar