Fréttir

27. febrúar 2014 15:56

Fjárfestingatækifæri í sjávarútvegi

Fjárfestingar í sjávarútvegi, horfur og þróun í atvinnugreininni og nýr fjárfestingasjóður í sjávarútvegi var meðal þess sem bar hæst á morgunfundi sem Landsbankinn hélt í Hörpu 26. febrúar. Fundurinn sem bar yfirskriftina „Fjárfestingatækifæri í sjávarútvegi“ var afar vel sóttur.

  • Haukur  Ómarsson, forstöðumaður sjávarútvegsteymis á Fyrirtækjasviði Landsbankans, opnaði fundinn og fjallaði um aðkomu Landsbankans að greininni og þá endurskipulagningu sem hefur átt sér stað í sjávarútvegi.

  • Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, kynnti úttekt á þróun og horfum í sjávarútvegi. Hann sagði tekjur greinarinnar hafa aukist umtalsvert og afkomu batnað verulega. Útlit væri fyrir að afkoma verði viðunandi næstu árin jafnvel þótt gert væri ráð fyrir að verð á erlendum mörkuðum muni lækka nokkuð.

  • Sigþór Jónsson, framkvæmdastjóri Landsbréfa, kynnti nýjan sjóð, Sæhorn, sem mun einbeita sér að fjárfestingum í sjárvarútvegi. Sigþór kvaðst vonast til að sjóðurinn muni opna leið fagfjárfesta til fjárfestinga í sjávarútvegi en sú leið hafi ekki verið greið síðustu ár. Stefnt væri að því að sjóðurinn fari á markað fyrir almenna fjárfesta síðar.

  • Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group, fór yfir framtíðarsýn fyrirtækisins í sölu á fiskafurðum. Fyrirtækið hafi lengt í virðiskeðjunni og stundaði nú útgerð. Magnús sagði í erindi sínu, að til að tryggja áframhaldandi vöxt í sjávarútvegi á næstu árum, yrði að leggja áherslu á markaðsmál, vöruþróun og hagræðingu í veiðum.

  • Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, kynnti starfsemi fyrirtækisins sem og áform um skráningu félagsins á markað, á aðallista Kauphallarinnar. Hann sagði það mjög jákvætt að undirstöðu atvinnugrein landsins yrði nú aðgengileg fjárfestum og að vonir stæðu til að fleiri sjávarútvegsfélög fari að fordæmi HB Granda.

Nánar um efni fundarins (kynningar og upptökur)

19. ágúst 2019 09:59

Dagskrá í Landsbankanum á Menningarnótt

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst 2019. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta menningardagskrá í Austurstræti 11.


Nánar

12. ágúst 2019 09:46

Umræðan: Góðar viðtökur við fyrstu A2A-greiðslulausninni

Fyrr í sumar opnaði Landsbankinn fyrir aðgang að svokallaðri A2A-greiðslulausn, fyrstur íslenskra banka. Síðan þá hafa rúmlega 50 aðilar nýtt sér prófunarumhverfi fyrir lausnina og verið er að vinna úr fyrstu umsóknunum fyrir aðgang að raunumhverfi.


Nánar

19. ágúst 2019 08:27

Vikubyrjun 19. ágúst 2019

Atvinnuþátttaka var 84% í júní og hefur ekki verið meiri síðan í júlí 2018. 209 þús. manns voru starfandi og 6.800 atvinnulausir. Starfandi voru um 6 þús. fleiri nú í júní en í júní 2018. Vikulegur vinnutími var að jafnaði 40,1 stundir í júní og hafði fækkað um 0,6 stundir frá júní 2018.


Nánar