Fréttir

26. febrúar 2014 16:36

Landsbankinn nýr bakhjarl Skólahreysti

Samstarfið handsalað í íþróttahúsi Árbæjarskóla.
Samstarfið handsalað í íþróttahúsi Árbæjarskóla. Frá vinstri: Jensína K. Böðvarsdóttir framkvæmdastjóri Þróunar, Steinþór Pálsson bankastjóri, Andrés Guðmundsson og Lára Berglind Helgadóttir, stofnendur Skólahreysti.

Skólahreysti verður haldin í tíunda sinn á næstu vikum með þátttöku 113 grunnskóla af öllu landinu. Landsbankinn er nýr aðalbakhjarl Skólahreysti en samningur þess efnis var handsalaður á kynningarfundi í Árbæjarskóla í dag. Undankeppni Skólahreysti fer fram í mars og fimm þættir um keppnina verða sýndir á föstudagskvöldum í Ríkissjónvarpinu í apríl. Úrslitakeppni þeirra tólf skóla sem ná bestum árangri verður í Laugardalshöll föstudaginn 16. maí í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.

„Það er metþátttaka í Skólahreysti í ár en nær allir skólar landsins taka þátt í keppninni að þessu sinni," segja hjónin Andrés Guðmundsson og Lára B. Helgadóttir, stofnendur Skólahreysti. „Við erum mjög ánægð að fá Landsbankann til liðs við okkur sem aðalbakhjarl Skólahreysti. Stuðningur bankans er afar þýðingarmikill til að efla keppnina enn frekar, en við hann bætist góður stuðningur frá ýmsum aðilum,"

„Landsbankinn hlakkar til samstarfsins við Skólahreysti," segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. „Skólahreysti hefur vakið verðskuldaða athygli í gengum tíðina og verið börnum og unglingum mikil hvatning. Landsbankinn hefur lagt mikla áherslu á að styðja við íþrótta- og æskulýðsstarf og sömuleiðis á fjármálafræðslu til unglinga. Á því sviði munum við áfram leggja okkar af mörkum til að efla fjármálahreysti þeirra."

Tíunda keppnin

Keppnin í ár er sú tíunda en fyrsta Skólahreystimótið var haldið vorið 2005. Sýn keppninar frá upphafi hefur verið að hvetja börn til að taka þátt í alhliða íþróttaupplifun sem byggð væri á grunnforsendum almennrar íþróttakennslu þar sem keppendur ynnu að mestu leyti með eigin líkama í þrautunum.

Vinsældir Skólahreysti hafa aukist ár frá ári. Yfir 600 krakkar keppa fyrir hönd skóla sinna og nokkur þúsund krakkar eru virkir félagar í litríkum og háværum stuðningsliðum. Þá taka fjölmargir nemendur þátt í valáföngum um Skólahreysti en um 70 skólar bjóða upp á slíka áfanga. Síðast en ekki síst hefur almenningur sýnt keppninni mikinn áhuga en tæpur helmingur þjóðarinar hefur horft á þegar best lætur.

Nýleg rannsókn nemenda í íþróttafræði í HR frá árinu 2012 leiddi í ljós að Skólahreysti hefur haft jákvæð áhrif á hreyfiuppeldi nemenda í grunnskólum. Í könnun í tengslum við rannsóknina kváðust 72% nemenda hafa áhuga á Skólahreysti, þriðjungur þeirra gat hugsað sér að keppa, tæpur helmingur taldi keppnina hvetja sig til frekari hreyfingar og 94% viðmælenda töldu keppnina góða fyrir félagslíf skólans.

Auk Landsbankans nýtur Skólahreysti stuðnings mennta- og menningarmálaráðuneytisins, norrænu ráðherranefndarinnar, Toyota og Íþrótta- og ólympíusambandsins.

Samstarfið handsalað í íþróttahúsi Árbæjarskóla.
Keppendur Árbæjarskóla í undankeppni skólans fyrir Skólahreysti.

Nánar um Skólahreysti?

Skólahreysti er liðakeppni milli grunnskóla landsins. Í hverju liði eru tveir strákar og tvær stelpur sem öll þurfa að vera nemendur í 9. og/eða 10. bekk. Keppt er í eftirfarandi keppnisgreinum:

  • Upphífingum (strákar)
  • Armbeygjum (stelpur)
  • Dýfum (strákar)
  • Hreystigreip (stelpur)
  • Hraðaþraut (strákar og stelpur)

Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Annar strákurinn spreytir sig á upphífingum og dýfum meðan hinn keppir í hraðaþrautinni. Hjá stelpunum er hið sama uppi á teningnum: Önnur stúlkan keppir í armbeygjum og hreystigreip, en hin tekur þátt í hraðaþrautinni. Tveir skólar keppa samtímis í hverri þraut fyrir utan hreystigreip, en þar takast á fimm til átta skólar í einu. Í hraðaþrautinni fer stelpan fyrst af stað og þegar hún lýkur hringnum má strákurinn fara af stað í sinn hring. Samanlagður tími þeirra er keppnistími liðsins.

Þar sem mikill fjöldi skóla tekur þátt í keppninni er nauðsynlegt að halda undankeppnir til að ákvarða hvaða skólar keppa í úrslitakeppninni sjálfri í lok keppnistímabilsins. Undanriðlar eru níu talsins og eru þær svæðisbundnar, þ.e. skólar frá sama landssvæði keppa innbyrðis sín á milli.

03. júlí 2020 10:53

Hagsjá: Mánaðaryfirlit yfir gjaldeyrismarkaðinn

Krónan veiktist um 2,8% gagnvart evrunni og 1,7% gagnvart Bandaríkjadal í júní. Velta á gjaldeyrismarkaði nam 42,2 mö.kr. (276 m.evra) í júní.


Nánar

02. júlí 2020 14:49

Landsbankinn styrkir fimmtán framúrskarandi námsmenn

Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 1. júlí sl. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fyrsta skipti. Heildarupphæð námsstyrkjanna nemur sex milljónum króna. Alls bárust rúmlega 500 umsóknir í ár en Landsbankinn er eini bankinn sem veitir námsstyrki.


Nánar

29. júní 2020 18:24

Umræðan: Fjármálageirinn og loftslagsvandinn

Hlutverk fjármálageirans í baráttunni við loftslagsvandann er til umfjöllunar í nýrri greinaröð Ara Skúlasonar hagfræðings á Umræðunni. Landsbankinn telur mikilvægt að fjalla um loftslagsmál og hið mikilvæga hlutverk sem fjármálafyrirtæki og fjármálamarkaðir munu gegna í þeim breytingum sem framundan eru.


Nánar

Skráðu þig á póstlista