Fréttir

14. febrúar 2014 16:46

Verðtryggt íbúðalán með föstum vöxtum og ekkert lántökugjald við fyrstu kaup

Nú gefst viðskiptavinum Landsbankans kostur á að taka verðtryggð íbúðalán með föstum vöxtum í 5 ár í senn. Áður en kemur að lokagjalddaga fastvaxtatímabilsins velja viðskiptavinir hvort þeir festa vexti áfram á þeim kjörum sem í boði eru á þeim tíma, ef ekki er beðið um fasta vexti verður lánið með breytilegum vöxtum út lánstímann eða þar til viðskiptavinur kýs að festa vexti aftur eða breyta tegund láns.

Íbúðalán með verðtryggðum föstum vöxtum í 5 ár í senn

  • Fastir verðtryggðir vextir 5 ár í senn
  • Lánstími allt að 40 ár
  • Fyrsti veðréttur eða samfelld veðröð

Nánar

Landsbankinn fellir niður lántökugjald hjá þeim viðskiptavinum sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign sé hún fjármögnuð af Landsbankanum. Niðurfelling lántökugjaldsins kemur til viðbótar afnámi stimpilgjalda af skuldaskjölum og afsláttar af stimpilgjöldum kaupsamninga sem stjórnvöld kynntu nýverið. Niðurfelling lántökugjalds af fasteignaláni er óháð því hvort viðskiptavinir séu með önnur viðskipti en lánssamninginn sem um ræðir í Landsbankanum.

Niðurfellingin nær til allra fasteignalána sem eru í boði hjá Landsbankanum við fjármögnun á fyrstu eign, verðtryggð, óverðtryggð eða blönduð íbúðalán með allt að 85% lánshlutfall af markaðsvirði eða verðmati eignar, 70% íbúðalán til allt að 40 ára og 15% viðbótarlán til allt að 15 ára.

Lántökugjald er alla jafna 1% af lánsfjárhæðinni og því jafngildir niðurfelling af 15.000.000 kr. fasteignaláni 150.000 kr. afslætti af láninu.

Verðtryggð íbúðalán með föstum vöxtum

 

19. ágúst 2019 09:59

Dagskrá í Landsbankanum á Menningarnótt

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst 2019. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta menningardagskrá í Austurstræti 11.


Nánar

21. ágúst 2019 10:22

Breytingar á gjaldskrá vegna Priority Pass korta

Gjald vegna heimsókna í Priority Pass biðstofur á flugvöllum mun hækka úr 2.900 kr. í 3.900 kr. frá og með 21. október 2019. Um leið leggst á 1.900 kr. gjald vegna endurútgáfu Priority Pass korta.


Nánar

21. ágúst 2019 09:14

Hagsjá: Fasteignamarkaður áfram í algerri kyrrstöðu

Samkvæmt tölum Þjóðskrár lækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,1% milli júní og júlí. Verð á fjölbýli lækkaði um 0,2% og verð á sérbýli hækkaði um 1,1%. Horft yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,1% og verð á sérbýli um 2,1%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 2,9%, sem er 0,3 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Árshækkun íbúðarhúsnæðis hefur ekki verið lægri síðan í apríl 2011.


Nánar