Rekstrarhorfur útgerðarfyrirtækja á næstu árum
Í þessari grein verður gerð tilraun til að skyggnast inn í framtíðina og skoða mögulega þróun á afkomu fiskveiðifyrirtækja að gefnum forsendum um þróun þriggja stærða; gengisvísitölu krónunnar, verðs sjávarafurða í erlendri mynt og þorskveiða. Einnig verður fjallað um þau mögulegu áhrif sem verðfall – eins og varð í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar – gæti haft á tekjur og rekstrarhagnað fyrirtækjanna. Meginuppistaða greinarinnar verður umfjöllun um uppbyggingu og hugmyndafræði á bak við spálíkan sem Hagfræðideild Landsbankans hefur þróað varðandi rekstur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja.