Fréttir

22. október 2012 15:31

Frumkvöðlafræðsla í framhaldsskólum

Landsbankinn býður framhaldsskólum og háskólum upp á frumkvöðlafræðslu í vetur þar sem sérfræðingur nýsköpunarþjónustu Landsbankans ræðir um nýsköpunarumhverfið á Íslandi og svarar spurningum nemenda. Að auki er boðið upp á sýningar á heimildamyndinni The Startup Kids sem fjallar um unga frumkvöðla sem hafa stofnað vef- eða tæknifyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum. Myndin veitir innsýn í líf og hugsunarhátt þessa fólks sem flest byrjaði með tvær hendur tómar en rekur stórfyrirtæki í dag. Meðal viðmælenda eru stofnendur Vimeo, Soundcloud og Dropbox sem allt eru löngu orðin vinsæl netfyrirtæki.

Framleiðendur myndarinnar eru þær Valgerður Halldórsdóttir og Sesselja Vilhjálmsdóttir sem  sjálfar eru ungir frumkvöðlar. Árið 2009 slógu þær í gegn með borðspilinu Heilaspuni og eftir það vildu þær stofna eigið sprotafyrirtæki, svo þær ákváðu að ferðast um Bandaríkin og Evrópu og spyrja aðra frumkvöðla um hvað þurfi til að stofna farsælt fyrirtæki. Heimildamyndin The Startup Kids var frumsýnd á RIFF nú í haust og styrkti Landsbankinn gerð hennar. Lesa má grein um gerð myndarinnar á vef bankans.

Tilgangurinn með  frumkvöðlafræðslu Landsbankans er að veita ungu fólki innblástur hvort heldur er til að stofna eigið fyrirtæki eða til að koma viðskiptahugmyndum sínum í framkvæmd með aðstoð skóla og fyrirtækja.

null

16. mars 2018 13:02

Dagatal Landsbankans 2018 valin myndskreytingaröð ársins

Dagatal Landsbankans fyrir árið 2018 hlaut verðlaun sem myndskreytingaröð ársins í FÍT-keppninni sem haldin er af Félagi íslenskra teiknara. Dagatalið í ár er tileinkað jarðsögu Íslands og einstökum eldsumbrotum og eldstöðvum.


Nánar

15. mars 2018 13:00

Hagnaður Landsbréfa 1.113 milljónir á árinu 2017

Hagnaður af rekstri Landsbréfa nam 1.113 milljónum króna á árinu 2017, samanborið við 702 milljóna króna hagnað fyrir rekstrarárið 2016. Aukning hagnaðar skýrist fyrst og fremst af árangurstengdum þóknunum af rekstri framtakssjóða.


Nánar

15. mars 2018 10:30

Hagsjá: Eiginfjárstaða sjávarútvegsins aldrei sterkari

Eiginfjárstaða íslensks sjávarútvegs hefur styrkst með hverju árinu frá hruni og hefur hún aldrei mælst sterkari. Eiginfjárhlutfall íslensks sjávarútvegs nam 42,2% í árslok 2016. Þetta er hæsta hlutfall sem mælst hefur frá því Hagstofan hóf að safna gögnum um rekstrartölur sjávarútvegsins árið 1997.


Nánar