Fréttir

22. október 2012 15:31

Frumkvöðlafræðsla í framhaldsskólum

Landsbankinn býður framhaldsskólum og háskólum upp á frumkvöðlafræðslu í vetur þar sem sérfræðingur nýsköpunarþjónustu Landsbankans ræðir um nýsköpunarumhverfið á Íslandi og svarar spurningum nemenda. Að auki er boðið upp á sýningar á heimildamyndinni The Startup Kids sem fjallar um unga frumkvöðla sem hafa stofnað vef- eða tæknifyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum. Myndin veitir innsýn í líf og hugsunarhátt þessa fólks sem flest byrjaði með tvær hendur tómar en rekur stórfyrirtæki í dag. Meðal viðmælenda eru stofnendur Vimeo, Soundcloud og Dropbox sem allt eru löngu orðin vinsæl netfyrirtæki.

Framleiðendur myndarinnar eru þær Valgerður Halldórsdóttir og Sesselja Vilhjálmsdóttir sem  sjálfar eru ungir frumkvöðlar. Árið 2009 slógu þær í gegn með borðspilinu Heilaspuni og eftir það vildu þær stofna eigið sprotafyrirtæki, svo þær ákváðu að ferðast um Bandaríkin og Evrópu og spyrja aðra frumkvöðla um hvað þurfi til að stofna farsælt fyrirtæki. Heimildamyndin The Startup Kids var frumsýnd á RIFF nú í haust og styrkti Landsbankinn gerð hennar. Lesa má grein um gerð myndarinnar á vef bankans.

Tilgangurinn með  frumkvöðlafræðslu Landsbankans er að veita ungu fólki innblástur hvort heldur er til að stofna eigið fyrirtæki eða til að koma viðskiptahugmyndum sínum í framkvæmd með aðstoð skóla og fyrirtækja.

null

13. júlí 2018 13:48

Ný persónuverndarstefna Landsbankans og réttindagátt

Landsbankinn hefur sett sér nýja persónuverndarstefnu og uppfært almenna viðskiptaskilmála bankans. Í nýrri persónuverndarstefnu Landsbankans eru ítarlegar upplýsingar um hvenær, hvernig og í hvaða tilgangi bankinn vinnur persónuupplýsingar auk þess sem fram kemur hvernig bankinn tryggir öryggi upplýsinganna.


Nánar

17. júlí 2018 16:25

S&P staðfestir lánshæfiseinkunn Landsbankans

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag óbreytta lánshæfiseinkunn Landsbankans fyrir skuldbindingar til lengri og skemmri tíma (BBB+/A-2) með áframhaldandi stöðugum horfum.


Nánar

16. júlí 2018 09:42

Vikubyrjun 16. júlí 2018

Hagstofa Íslands gaf út vísitölu heildarlauna í fyrsta sinn í síðustu viku. Vísitala heildarlauna byggir á öllum greiddum launum deilt með heildarfjölda greiddra stunda eftir atvinnugreinum og sýnir því launaþróun sem endurspeglar verðbreytingu vinnustundar, breytt hlutfall vinnuafls með há og lág laun, breytt hlutfall yfirvinnustunda eða samspil þessara þátta.


Nánar