Fréttir

18. apríl 2012 20:44

Umsögn Landsbankans um frumvörp til laga um breytingar á stjórn fiskveiða og veiðigjöld

Í umsögn Landsbankans um frumvarp til laga um veiðigjöld, 658. mál og frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (heildarlög), 657. mál, koma fram miklar áhyggjur af þeim afleiðingum sem samþykkt frumvarpanna tveggja eins og þau liggja fyrir, hefðu fyrir íslenskan sjávarútveg og samfélag.

Í frumvarpi um veiðigjöld er lagt til að álagning sérstaks veiðigjalds verði mjög umfangsmikil og það fari upp í 70% á þremur árum. Útreikningar Landsbankans benda til þess að slík gjaldtaka muni ekki ganga upp í ljósi stöðu íslensks sjávarútvegs í dag og að hún muni draga úr getu og vilja fyrirtækja til nýfjárfestinga, nýsköpunar og vöruþróunar.

Sérfræðingar Landsbankans hafa lagt mat á áhrif frumvarpsins á rekstur og afkomu 124 sjávarútvegsfyrirtækja en alls eru aflaheimildir þessara fyrirtækja um 90% af heildarúthlutun aflaheimilda hér við land.

Af þeim 124 fyrirtækjum sem skoðuð voru, eru 74 fyrirtæki ekki talin geta staðið við núverandi skuldbindingar sínar verði frumvarpið um veiðigjöld samþykkt óbreytt. Fjöldi starfa hjá þessum 74 fyrirtækjum er um 4.000.

Að mati Landsbankans hefði samþykkt frumvarpsins áhrif á útgerð í öllum landshlutum. Áhrifin yrðu þó sérstaklega alvarleg á Reykjanesi, Vesturlandi, Vestfjörðum og á höfuðborgarsvæðinu. Ef horft er til einstakra flokka sjávarútvegsfyrirtækja yrðu áhrifin alvarlegust á bolfiskútgerð og því næst bolfiskútgerð/vinnslu.

Í umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða kemur fram það mat Landsbankans að fjölmargar greina þess muni hafa óæskilegar afleiðingar fyrir sjávarútveg og efnahagslíf hér á landi og þar með stöðu bankans. Þessi atriði valdi því að rekstarumhverfi sjávarútvegs verði óstöðugra en nú er, rekstarforsendur veikist og fjármögnun verði erfiðari.

Útlit er fyrir að Landsbankinn muni þurfa að afskrifa um 31 milljarð króna af bókfærðu virði lána verði frumvarpið um veiðigjöld samþykkt í núverandi mynd. Verg niðurfærsla lána yrði mun hærri þar sem nú þegar hefur verð færð varúðarniðurfærsla fyrir hluta viðkomandi lána. Þá er áætlað að eiginfjárhlutfall bankans myndi lækka úr 21,4% í 19% verði frumvarpið samþykkt.

Umsögn Landsbankans er tvískipt og var send þingnefndum Alþingis í dag. Hægt er að nálgast þær í heild sinni hér á vef bankans.

Umsögn Landsbankans um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (heildarlög), 657. mál

Umsögn Landsbankans hf. um frumvarp til laga um veiðigjöld, 658. mál

Kynning á umsögnum Landsbankans um stjórn fiskveiða

03. júlí 2020 10:53

Hagsjá: Mánaðaryfirlit yfir gjaldeyrismarkaðinn

Krónan veiktist um 2,8% gagnvart evrunni og 1,7% gagnvart Bandaríkjadal í júní. Velta á gjaldeyrismarkaði nam 42,2 mö.kr. (276 m.evra) í júní.


Nánar

02. júlí 2020 14:49

Landsbankinn styrkir fimmtán framúrskarandi námsmenn

Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 1. júlí sl. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fyrsta skipti. Heildarupphæð námsstyrkjanna nemur sex milljónum króna. Alls bárust rúmlega 500 umsóknir í ár en Landsbankinn er eini bankinn sem veitir námsstyrki.


Nánar

29. júní 2020 18:24

Umræðan: Fjármálageirinn og loftslagsvandinn

Hlutverk fjármálageirans í baráttunni við loftslagsvandann er til umfjöllunar í nýrri greinaröð Ara Skúlasonar hagfræðings á Umræðunni. Landsbankinn telur mikilvægt að fjalla um loftslagsmál og hið mikilvæga hlutverk sem fjármálafyrirtæki og fjármálamarkaðir munu gegna í þeim breytingum sem framundan eru.


Nánar

Skráðu þig á póstlista