Fréttir

15. desember 2011 15:52

Ferðaþjónusta og fjárfestingar - 25. janúar 2012

Landsbankinn og Íslandsstofa standa fyrir málþingi um fjárfestingar í ferðaþjónustu miðvikudaginn 25. janúar næstkomandi. Málþingið stendur frá kl. 10 til 15 og verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica. Á málþinginu munu innlendir og erlendir sérfræðingar beina sjónum að stöðu ferðaþjónustunnar, nýsköpun og fjárfestingarmöguleikum. Ítarleg dagskrá málþingsins verður kynnt síðar.

Þess ber að geta að Landsbankinn og iðnaðarráðuneytið auglýsa eftir umsóknum um styrki í þróunarsjóðinn, Ísland allt árið. Markmið sjóðsins er að lengja ferðamannatímabilið á Íslandi, með því að styrkja þróun afurða og upplifana utan háannatíma ferðaþjónustu og auka þannig arðsemi fyrirtækja í geiranum.

Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2012 og verða styrkirnir veittir í febrúar.

12. nóvember 2019 09:28

Hagsjá: Fjáraukalög 2019 - ágætar horfur fyrir árið miðað við það sem vænta mátti

Samkvæmt fjárlögum árisins 2019 var heildarjöfnuður ríkissjóðs 28,6 ma.kr. Um það leyti sem fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 var lagt fram var reiknað með að halli yrði á rekstri ríkissjóðs um 8,8 ma.kr. á árinu 2019.


Nánar

11. nóvember 2019 14:56

Jafnréttismál á vinnustöðum til umræðu

Ráðstefna um jafnréttismál á vinnustöðum var haldin á Egilsstöðum föstudaginn 8. nóvember. Alcoa Fjarðaál, Landsvirkjun og Landsbankinn stóðu að ráðstefnunni. Rætt var um mikilvægi þess að leggja áherslu á jafnréttismál á vinnustöðum og í atvinnulífinu.


Nánar

11. nóvember 2019 08:18

Vikubyrjun 11. nóvember 2019

Í vikunni lækkaði peningastefnunefnd vexti Seðlabankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, þ.e. vextir á sjö daga bundnum innlánum, eru núna 3% og hafa aldrei verið lægri. Hins vegar eru raunstýrivextir út frá liðinni verðbólgu enn sem komið er jákvæðir, en þeir hafa nokkrum sinnum verið neikvæðir, síðast árið 2012.


Nánar