Fréttir

25. nóvember 2011 16:07

Landsbankinn veitir 15 milljónir í samfélagsstyrki

Landsbankinn veitti í dag 15 milljónir króna í samfélagsstyrki í fyrsta sinn úr nýjum Samfélagssjóði bankans. Veittir voru þrjátíu og fimm styrkir, fimm styrkir að upphæð 1 milljón króna hver, tíu styrkir að fjárhæð 500 þúsund krónur og tuttugu styrkir að fjárhæð 250 þúsund krónur. Ríflega 500 umsóknir bárust um styrki úr Samfélagssjóði Landsbankans.

Samfélagsstyrkjunum er ætlað að styðja við samfélagsmál af ýmsum toga, t.d. verkefni mannúðarsamtaka og líknarfélaga, verkefni á sviði menntamála, rannsókna og vísinda, verkefni á sviði menningar og lista, forvarnar- og æskulýðsstarf og sértæka útgáfustarfsemi. Fyrirhugað er að úthluta samfélagsstyrkjum árlega.

Hæstu styrkina, 1 milljón króna hlutu:

Árni Heimir Ingólfsson - Músíkulof
Til að stunda rannsóknir og skrifa bók um tónlist í íslenskum handritum á árunum 1450-1750.

Barnaheill – Vernd barna gegn ofbeldi
Til að koma fót, kynna og dreifa ábendingarhnappi um kynferðislegt ofbeldi á netinu, þannig að hægt sé að uppræta ólöglegt efni þar sem börn eru beitt ofbeldi.

Ingibjörg Símonardóttir og Ingibjörg Möller - Orðabelgur
Þróun á orðaspili sem er ætlað til þjálfunar á íslensku máli á nýstárlegan hátt.

Umsjónarfélag einhverfa
Til að standa fyrir sumarnámskeiðum fyrir einhverf börn.

Þórarinn Guðjónsson læknir
Til að vinna að doktorsverkefni um tengsl stofnfruma við myndun og framþróun brjóstakrabbameins.

Styrkir til samfélagsmála byggja á stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð hans og skyldur. Úr samfélagssjóði Landsbankans eru veittir ferns konar styrkir á hverju ári: námsstyrkir, samfélagsstyrkir, nýsköpunar- og sprotastyrkir og umhverfisstyrkir.

Dómnefnd um úthlutun samfélagsstyrkja að þessu sinni var skipuð þeim Halldóri Guðmundssyni rithöfundi og bókmenntafræðingi, Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur dósent við Háskóla Íslands, Bergi Ebba Benediktssyni lögfræðingi og tónlistamanni, Kristjáni Kristjánssyni frá Landsbankanum og Guðrúnu Agnarsdóttur lækni, en hún var jafnframt formaður dómnefndar.

Guðrún Agnarsdóttir segir um úthlutunina: "Sá mikli fjöldi umsókna sem barst um samfélagsstyrki Landsbankans endurspeglar fjölbreytta og jákvæða virkni sem finna má í samfélagi okkar. Það er mjög uppörvandi vegna þeirrar endurreisnar sem nú er nauðsynleg. Ég tel mikilvægt að fjármálastofnanir komi að þessari endurreisn með myndarlegum hætti. Það var vandi að velja úr svo mörgum áhugaverðum umsóknum, en ánægjulegt að geta stutt við mörg góð málefni."

Aðrir sem hljóta styrki að þessu sinni eru:

500 þúsund króna styrkir

 • Birna Baldursdóttir – Doktorsverkefni um áhrif hreyfingar á líðan og lífsgæði framhaldsskólanema.
 • HSÍ - kvennalandslið Íslands – Þátttaka landsliðsins í handknattleik á heimsmeistaramótið 2011.
 • Landssamtökin Geðhjálp - Úttekt á þjónustu við fólk með geðraskanir á landsbyggðinni.
 • Norðurpóllinn listafélag - Tækjakaup fyrir listafélagið Norðurpólinn.
 • NPA miðstöðin - Fræðsla um mannréttindi fatlaðs fólks.
 • Ottó Elíasson – Jarðarboltar sem kennslutæki fyrir alla leikskóla landsins.
 • Rauði krossinn á Akranesi - Byggjum brú, fræðsla um fjölmenningarsamfélag.
 • Reykjavík Dance Festival - Reykjavík Dance Festival 2012-2014.
 • Stofnun Árna Magnússonar - Hljóðritun á framburði á 50.000 orðum í ISLEX veforðabók.
 • Þuríður Baxter - fyrir fræðsluvef um brjóstakrabbamein - brjostakrabbamein.is

250 þúsund króna styrkir

 • Dagmar Kristín Hannesdóttir- Þýðing á greiningarviðtali fyrir kvíðaraskanir barna.
 • Guðrún Theódórsdóttir- "Íslenskuþorpið", íslenskukennsla fyrir innflytjendur.
 • Gyða Haraldsdóttir/Þroska- og hegðunarstöð- Meðferðarnámskeið fyrir börn með ADHD.
 • Hestamannafélagið Hörður- Reiðnámskeið fyrir fatlaða veturinn 2011 – 2012.
 • Jafningjafræðsla Hins Hússins- Forvarnarfræðsla um kannabis.
 • Jón Friðrik Daðason- Skrambi, samhengisháð leiðréttingarforrit fyrir íslenskt mál.
 • Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafaþjónusta - Fræðsluefni um krabbamein.
 • Kraftur – Stuðningsnet fyrir ungt fólk með krabbamein.
 • Eistnaflug 2012 - Rokkhátíðin Eistnaflug á Norðfirði 2012.
 • Minjasafnið á Akureyri- 50 ára afmæli Minjasafnsins á Akureyri.
 • Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræði- Rannsókn á atgervi og lífstíl 9 og 15 ára barna.
 • Rannsóknir og greining - Samfélagsvitund foreldra framhaldsskólanema.
 • Rauði krossinn í Reykjavík- Átaksvika hjálparsíma Rauða krossins 1717.
 • Samráð um forvarnir SAMFO- Bara gras? Fræðsla til foreldra um skaðsemi kannabis.
 • Samtökin 78 - Stattu með! Fræðsla um líf og mannréttindi samkynhneigðra.
 • Sigrún Júlíusdóttir - Læsi á lífið, efla ungmenni sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu.
 • Stefán Hallur Stefánsson- þýðing á bók um leiktúlkun.
 • Stúlknakór Reykjavíkur- Jólatónleikar Stúlknakórs Reykjavíkur 2011.
 • Víkingur Heiðar Ólafsson- Sólstöðuhátíð í Hörpu 2012.
 • Þóra Björg Sigurðardóttir- Rit um efnislega þætti menningar á miðöldum á Íslandi.

Fulltrúar þeirra fimm verkefna sem fengu eina milljón króna í samfélagsstyrki ásamt Guðrúnu Agnarsdóttur formanni dómnefndar og Steinþóri Pálssyni bankastjóra.

Allir styrkþegar samfélagsstyrkja Landsbankans.

17. september 2019 13:27

Umræðan: Fyrirtæki metin út frá samfélagsábyrgð

Í nýju viðtali á Umræðunni ræðir Tom Haas Carstensen, framkvæmdastjóri hjá LGT Capital Partners um mikilvægi þess að taka mið af umhverfislegum og félagslegum sjónarmiðum í fjárfestingum. LGT hefur þróað aðferð til að meta fyrirtæki út frá því hvernig þau standa sig í samfélagsábyrgð.


Nánar

12. september 2019 10:24

Ferðaþjónusturáðstefna Landsbankans haldin 26. september

Landsbankinn stendur fyrir opinni ráðstefnu um stöðu og framtíðarhorfur ferðaþjónustu á Íslandi fimmtudaginn 26. september 2019 í Silfurbergi Hörpu.


Nánar

05. september 2019 16:33

Landsbankinn + Iceland Airwaves kynna: Una Schram

Landsbankinn hitar upp fyrir Iceland Airwaves með því að birta ný myndbönd og viðtöl við ungt tónlistarfólk á Iceland Airwaves-vef bankans. Að þessu sinni mun bankinn birta eitt myndband í einu og fyrsti tónlistarmaðurinn í ár var Krassasig. Nú er komið að myndbandi númer tvö í röðinni og er það með söngkonunni Unu Schram.


Nánar