Fréttir

21. september 2017 14:48

Hagsjá: Mánaðaryfirlit yfir gjaldeyrismarkaðinn

Raungengi miðað við hlutfallslegt verðlag lækkaði um 2,9% milli mánaða í ágúst. Þrátt fyrir þessa lækkun er raungengið 7,7% hærra en í sama mánuði 2016.


Nánar

20. september 2017 15:48

Landsbankinn greiðir 11,8 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu

Landsbankinn greiddi í dag 11,8 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu. Bankinn hefur þar með greitt 24,8 milljarða króna í arð á þessu ári. Arðgreiðslurnar renna nánast að öllu leyti í ríkissjóð sem á 98,2% í bankanum.


Nánar

20. september 2017 08:45

Hagsjá: Fasteignaverð tekur kipp eftir rólegt sumar

Samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 1% í ágúst. Þar af hækkaði verð á sérbýli um 2,4% og verð á fjölbýli um 0,5%. Hækkanir frá fyrra ári eru áfram mjög miklar. Verð á fjölbýli hækkaði um 18,4% á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 20,8%.


Nánar