Fréttir

23. nóvember 2017 11:59

Gjafakort og Aukakrónukort virka ekki frá kl. 21.00-21.15 á föstudagskvöld

Gjafa- og inneignarkort fyrirtækja sem gefin eru út í samvinnu við Landsbankann og Aukakrónukort bankans virka ekki frá um kl. 21.00-21.15 föstudagskvöldið 24. nóvember. Ástæðan er bilun sem tengist innleiðingu á nýju tölvukerfi Landsbankans og Reiknistofu bankanna sl. helgi. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur.


Nánar

24. nóvember 2017 10:15

Landsbankinn og FS undirrita samning um fjármögnun á nýjum stúdentagarði

Landsbankinn og Félagsstofnun stúdenta (FS) hafa skrifað undir samning um framkvæmdalán á byggingatíma nýs stúdentagarðs við Sæmundargötu 21 í Reykjavík. Þar verða um 250 fullbúnar leigueiningar en stefnt er að því að framkvæmdir hefjist um áramótin. Þetta er stærsti stúdentagarður sem byggður hefur verið hér á landi og stefnt er að því að hann verði tekinn í notkun um áramótin 2019/2020.


Nánar

24. nóvember 2017 09:47

Upptökur frá morgunfundi um hagspá komnar á Umræðuna

Upptökur, útdrættir úr erindum og glærukynningar frá morgunfundi Landsbankans 22. nóvember eru komnar á Umræðuna. Á fundinum var ný hagspá kynnt, fjallað var ítarlega um fasteignamarkaðinn og framkvæmdastjóri hjá Citigroup ræddi um arðgreiðslugetu banka og fjármagnsskipan þeirra í ljósi breytinga á regluverki.


Nánar