17. apríl 2019 - Fjárfestatengsl
Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti hefur endurnýjað viðurkenningu Landsbankans sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Það eru Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Nasdaq OMX Iceland og Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands sem standa að viðurkenningunni.
Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, tók á móti viðurkenningunni sem var afhent á ráðstefnu um góða stjórnarhætti í hátíðarsal Háskóla Íslands.
Viðurkenningin byggir á úttekt Deloitte ehf. á stjórnarháttum bankans. Úttektin tekur mið af Leiðbeiningum um góða stjórnarhætti sem eru gefnar út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland. Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands er umsjónaraðili viðurkenningarferlisins.
Landsbankinn hlaut viðurkenninguna fyrst árið 2014 og hefur hlotið hana árlega síðan. Viðurkenningin er fyrst og fremst veitt til þess að ýta undir umræður og aðgerðir sem efla góða stjórnarhætti.
Fjárfestatengsl - 24. október 2019 16:04
Afkoma Landsbankans var jákvæð um 14,4 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 samanborið við 15,4 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2018. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 7,9% á ársgrundvelli samanborið við 8,8% á sama tímabili 2018.
Fjárfestatengsl - 25. júlí 2019 16:03
Afkoma Landsbankans var jákvæð um 11,1 milljarð króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2019 samanborið við 11,6 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2018. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 9,1% á ársgrundvelli, samanborið við 9,9% á sama tímabili 2018. Laun og launatengd gjöld lækkuðu um 2% á milli tímabila.
Fjárfestatengsl - 23. júlí 2019 18:23
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti þann 23. júlí 2019 óbreytta lánshæfiseinkunn Landsbankans fyrir skuldbindingar til lengri og skemmri tíma (BBB+/A-2) en breytti horfum úr stöðugum í neikvæðar.
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.