28. desember 2017 - Fjárfestatengsl
Landsbankinn hefur birt áætlun um fjármögnun á markaði fyrir árið 2018.
Stefnt er að mánaðarlegum útboðum sértryggðra skuldabréfa sem tilkynnt verða í fréttaveitu Nasdaq Iceland eigi síðar en með dagsfyrirvara. Áætlað er að gefa út sértryggð skuldabréf fyrir 35-40 ma.kr. á árinu. Áætlunin gerir ráð fyrir að nafnverð útgefinna sértryggðra skuldabréfa nemi 108-113 ma.kr. í árslok 2018.
Víxlaútboð munu að jafnaði fara fram einu sinni í mánuði þar sem nýir flokkar auk viðbótar við þegar útgefna flokka verða boðnir til sölu. Heildarfjárhæð víxlaútgáfu á árinu mun ráðast af markaðsaðstæðum.
Landsbankinn áskilur sér rétt til þess að gera breytingar á útgáfuáætlun ársins 2018 án fyrirvara eða sérstakrar tilkynningar þar um.
Nánar um útgáfuáætlunina
Fjárfestatengsl - 24. október 2019 16:04
Afkoma Landsbankans var jákvæð um 14,4 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 samanborið við 15,4 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2018. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 7,9% á ársgrundvelli samanborið við 8,8% á sama tímabili 2018.
Fjárfestatengsl - 25. júlí 2019 16:03
Afkoma Landsbankans var jákvæð um 11,1 milljarð króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2019 samanborið við 11,6 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2018. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 9,1% á ársgrundvelli, samanborið við 9,9% á sama tímabili 2018. Laun og launatengd gjöld lækkuðu um 2% á milli tímabila.
Fjárfestatengsl - 23. júlí 2019 18:23
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti þann 23. júlí 2019 óbreytta lánshæfiseinkunn Landsbankans fyrir skuldbindingar til lengri og skemmri tíma (BBB+/A-2) en breytti horfum úr stöðugum í neikvæðar.
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.
Vinsamlegast fylltu út formið til að panta tíma í Vesturbæjarútibúi