9. febrúar 2017 - Fjárfestatengsl
Á fundi bankaráðs Landsbankans hf. í dag, 9. febrúar 2017, tilkynnti Danielle P. Neben að hún segði af sér sem bankaráðsmaður. Ástæðan er sú að Danielle er að hefja störf á nýjum vettvangi en hún hefur undanfarin ár starfað sem sjálfstæður ráðgjafi.
Danielle var fyrst kjörin í bankaráð Landsbankans hf. í apríl 2013. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, segir: „Fyrir hönd Landsbankans þakka ég Danielle fyrir öflugt starf í þágu bankans á undanförnum árum. Ég þakka um leið fyrir ánægjulegt samstarf og óska henni alls hins besta í því sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.“
Fjárfestatengsl - 24. október 2019 16:04
Afkoma Landsbankans var jákvæð um 14,4 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 samanborið við 15,4 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2018. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 7,9% á ársgrundvelli samanborið við 8,8% á sama tímabili 2018.
Fjárfestatengsl - 25. júlí 2019 16:03
Afkoma Landsbankans var jákvæð um 11,1 milljarð króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2019 samanborið við 11,6 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2018. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 9,1% á ársgrundvelli, samanborið við 9,9% á sama tímabili 2018. Laun og launatengd gjöld lækkuðu um 2% á milli tímabila.
Fjárfestatengsl - 23. júlí 2019 18:23
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti þann 23. júlí 2019 óbreytta lánshæfiseinkunn Landsbankans fyrir skuldbindingar til lengri og skemmri tíma (BBB+/A-2) en breytti horfum úr stöðugum í neikvæðar.
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.