Fréttir og útgáfuefni

- Fjárfestatengsl

Ársskýrsla Landsbankans 2016 komin út

Ársskýrsla Landsbankans fyrir árið 2016 er nú aðgengileg á vef bankans. Ársskýrslan er eingöngu gefin út á rafrænu formi. Í ársskýrslunni er með aðgengilegum hætti fjallað um helstu þætti í rekstri bankans á árinu 2016.

Aukin markaðshlutdeild og meiri ánægja með þjónustuna

Rekstur Landsbankans gekk vel á árinu 2016. Markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði hélt áfram að aukast og mældist að meðaltali 37,1% á síðasta ári. Markaðshlutdeild á fyrirtækjamarkaði jókst einnig og bankinn er sem fyrr leiðandi í útlánum til fyrirtækja og í viðskiptum með skráð verðbréf í kauphöll. Þá sýna mælingar að ánægja viðskiptavina bankans jókst umtalsvert á árinu.

Í ársskýrslunni er fjallað um mikilvæga þætti í erlendri fjármögnun bankans á árinu 2016, þjónustu bankans við einstaklinga, fyrirtæki og fagfjárfesta um allt land og þær breytingar sem eru að verða á bankastarfsemi. Þá er fjallað ítarlega um starfsemi og stefnu bankans, helstu verkefni á árinu, mannauðsstefnu og stuðning bankans við samfélagið.

Tillaga um 13 milljarða króna arðgreiðslu

Á árinu 2016 nam hagnaður bankans 16,6 milljörðum króna. Í ávarpi formanns bankaráðs kemur fram að lagt verður til við aðalfund að bankinn greiði um 13 milljarða króna í arð vegna ársins 2016. Verði tillagan samþykkt mun bankinn greiða um 95 milljarða króna í arð á árunum 2013-2017. Bankaráð mun einnig leggja til að Landsbankinn greiði sérstakan arð síðar á þessu ári. Þetta er í þriðja skipti sem ársskýrsla Landsbankans er eingöngu gefin út á rafrænu formi. Markmiðið með rafrænni útgáfu er að auka gagnsæi og auðvelda almenningi og öðrum hagsmunaaðilum að kynna sér rekstur og starfshætti bankans. Útgáfukostnaður er lægri og útgáfan umhverfisvænni.

Fjárfestatengsl - 03. apríl 2020 14:19

Aðalfundur Landsbankans 22. apríl 2020

Aðalfundur Landsbankans hf. verður haldinn miðvikudaginn 22. apríl 2020 kl. 13.00. Fundinn átti upphaflega að halda 27. mars 2020 en honum var frestað vegna útbreiðslu Covid-19.


Nánar

Fjárfestatengsl - 23. mars 2020 18:58

Tilkynning um frestun aðalfundar Landsbankans

Á fundi bankaráðs Landsbankans hf. þann 23. mars 2020 var ákveðið að fresta um óákveðinn tíma aðalfundi bankans, sem vera átti föstudaginn 27. mars 2020, í ljósi þeirra aðstæðna sem nú ríkja vegna útbreiðslu covid-19 veirunnar.


Nánar

Fjárfestatengsl - 13. mars 2020 15:58

Ákvörðun um greiðslu arðs verði frestað til framhaldsaðalfundar

Bankaráð Landsbankans mun á aðalfundi 27. mars nk. leggja til að ákvörðun um greiðslu arðs vegna reikningsársins 2019 verði frestað til framhaldsaðalfundar sem haldinn verði innan tveggja mánaða frá aðalfundi.


Nánar