Fréttir og útgáfuefni

- Landsbankinn

Landsbankinn hlýtur átta tilnefningar til Íslensku vefverðlaunannaLandsbankinn hlaut átta tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna en tilkynnt var um þær i dag.

Netbankar Landsbankans – netbanki einstaklinga, netbanki fyrirtækja og farsímabankinn, L.is – eru allir tilnefndir í flokknum vefkerfi ársins. Farsímabankinn hlaut einnig tilnefningu sem vefapp ársins og Sprota-app Landsbankans var sömuleiðis tilnefnt til verðlauna í þeim flokki.

Þetta er þriðja árið í röð sem netbanki einstaklinga er tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna en hann var valinn besta þjónustusvæðið árin 2014 og 2015.

Ársskýrsla Landsbankans 2015 er nú tilnefnd í flokknum fyrirtækjavefur ársins (fyrirtæki með 50 eða fleiri starfsmenn), Umræðan – umræðuvefur Landsbankans er tilnefndur sem efnis- og fréttaveita ársins og Iceland Airwaves vefur Landsbankans er tilnefndur í flokknum markaðsvefur ársins annað árið í röð.

Nánar má lesa um flokkana á svef.is

Það eru Samtök vefiðnaðarins (SVEF) sem standa að Íslensku vefverðlaununum en þau eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins. Hátíðin er haldin með það að markmiði að efla iðnaðinn, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. Sjö manna dómnefnd, skipuð sérfræðingum í vefmálum, mat hátt á annað hundrað verkefna sem send voru inn. Veitt verða verðlaun í 15 flokkum.

Verðlaunaafhendingin fer fram í Hörpu þann 27. janúar næstkomandi.

Sjá allar tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2015

Tilnefningar Landsbankans

Fyrirtækjavefur ársins stærri fyrirtæki 50+

Ársskýrsla Landsbankans 2015

Samstarfsaðilar: Jónsson & Le‘macks og Advania

Efnis- og fréttaveita ársins

Umræðan – Umræðuvefur Landsbankans

Samstarfsaðilar: Jónsson & Le‘macks og Advania

Markaðsvefur ársins

Iceland Airwaves vefur Landsbankans

Samstarfsaðilar: Jónsson & Le‘macks og Aranja

Vefapp ársins

Farsímabanki Landsbankans – L.is

Sprotarnir

Samstarfsaðilar: Aranja, Kári Gunnarsson og Felix Bergsson

Vefkerfi ársins

Farsímabanki Landsbankans – L.is

Netbanki einstaklinga

Netbanki fyrirtækja

Fjárfestatengsl - 07. maí 2020 16:48

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2020

Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,6 milljarða króna eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Virðisrýrnun útlána nam 5,2 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við virðisrýrnun upp á 1 milljarð króna á sama tímabili í fyrra.


Nánar

Fjárfestatengsl - 24. apríl 2020 17:55

S&P lækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB með stöðugum horfum

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag um lækkun á lánshæfismati Landsbankans fyrir skuldbindingar til lengri tíma. Lækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismat bankans því BBB/A-2 með stöðugum horfum.


Nánar

Fjárfestatengsl - 22. apríl 2020 15:03

Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2020

Aðalfundur Landsbankans var haldinn 22. apríl 2020 í höfuðstöðvum bankans í Austurstræti 11 í Reykjavík. Á fundinum flutti Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, skýrslu bankaráðs og Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, fjallaði um sterka stöðu bankans og góðan árangur á árinu 2019.


Nánar