Fréttir og útgáfuefni

- Fjárfestatengsl

Tilkynning um kaup Landsbankans hf. á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun – lok annars endurkaupatímabils

Þann 15. september 2016 birti Landsbankinn hf. tilkynningu um að bankinn byðist til að kaupa hluti af hluthöfum samkvæmt endurkaupaáætlun á þremur nánar tilgreindum endurkaupatímabilum. Annað endurkaupatímabilið var frá 31. október 2016 til og með 9. desember 2016.

Á öðru endurkaupatímabili keypti Landsbankinn samtals 13.759.612 eigin hluti á genginu 10,6123 að kaupvirði 146.021.130 kr.

Hvorki bankastjóri Landsbankans né framkvæmdastjórar hjá bankanum seldu hluti í bankanum á öðru endurkaupatímabili.

Landsbankinn átti 338.071.878 eigin hluti fyrir viðskiptin á öðru endurkaupatímabili og á að því loknu 351.831.490 eigin hluti, eða sem nemur 1,5% af útgefnum hlutum í félaginu.

Landsbankinn hefur keypt samtals 133.521.872 eigin hluti samkvæmt endurkaupaáætluninni eða sem nemur 0,6% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur kaupverð þeirra 1.391.141.455 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki samtals 480 milljónum hluta eða sem nemur 2% af útgefnu hlutafé.

Landsbankinn býðst til að kaupa hluti af hluthöfum á þriðja endurkaupatímabili, sem stendur frá 13. febrúar 2017 til og með 24. febrúar 2017. Ef framangreindu hámarki verður náð fyrir þau tímamörk fellur endurkaupaáætlunin úr gildi.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995.

 

Fjárfestatengsl - 23. mars 2020 18:58

Tilkynning um frestun aðalfundar Landsbankans

Á fundi bankaráðs Landsbankans hf. þann 23. mars 2020 var ákveðið að fresta um óákveðinn tíma aðalfundi bankans, sem vera átti föstudaginn 27. mars 2020, í ljósi þeirra aðstæðna sem nú ríkja vegna útbreiðslu covid-19 veirunnar.


Nánar

Fjárfestatengsl - 13. mars 2020 15:58

Ákvörðun um greiðslu arðs verði frestað til framhaldsaðalfundar

Bankaráð Landsbankans mun á aðalfundi 27. mars nk. leggja til að ákvörðun um greiðslu arðs vegna reikningsársins 2019 verði frestað til framhaldsaðalfundar sem haldinn verði innan tveggja mánaða frá aðalfundi.


Nánar

Fjárfestatengsl - 05. mars 2020 13:43

Aðalfundur Landsbankans 2020

Aðalfundur Landsbankans hf. verður haldinn föstudaginn 27. mars 2020 kl. 14.00 í Silfurbergi í Hörpu í Reykjavík.


Nánar