Fréttir og útgáfuefni

- Fjárfestatengsl

Kaup Landsbankans á eigin hlutum á öðru endurkaupatímabili

Eins og fram kemur í tilkynningu Landsbankans frá 15. september 2016 hefur bankaráð Landsbankans ákveðið að nýta heimild til kaupa á eigin hlutum í bankanum sem veitt var á aðalfundi bankans 14. apríl 2016. Kaupin, sem fara fram á þremur endurkaupatímabilum, munu nema að hámarki samtals 480 milljónum hluta eða sem nemur 2% af útgefnu hlutafé.

Þann 30. september 2016 birti Landsbankinn tilkynningu um kaup á eigin hlutum á fyrsta endurkaupatímabilinu sem stóð yfir frá 19. september 2016 til og með 30. september 2016.

Annað endurkaupatímabil stendur yfir frá 31. október 2016 til og með 9. desember 2016.

Þeir hluthafar sem ákveða að nýta sér boð Landsbankans um að kaupa hluti af hluthöfum á öðru endurkaupatímabili skulu senda bankanum tilkynningu þar að lútandi og er eyðublað fyrir tilkynninguna aðgengilegt á vef bankans. Þá má finna á vef bankans leiðbeiningar til hluthafa sem vilja selja hluti á öðru endurkaupatímabili. Hluthöfum verður ekki sent bréf vegna boðs bankans um kaup á hlutum á öðru endurkaupatímabili.

Tilkynningar verða afgreiddar í þeirri röð sem þær berast bankanum þar til framangreindu hámarki (480 milljónir hluta) verður náð. Verði hámarkinu náð verða frekari tilkynningar því ekki afgreiddar.

Samkvæmt árshlutauppgjöri Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2016 er eigið fé sem tilheyrir hluthöfum bankans 251.106.010.127 krónur og útistandandi hlutir 23.661.764.751. Í samræmi við framangreint býðst Landsbankinn því til að kaupa hvern hlut á genginu 10,6123 á öðru endurkaupatímabili.

Að loknu öðru endurkaupatímabili mun Landsbankinn upplýsa um heildarfjölda seldra hluta og hvort bankastjóri eða framkvæmdastjórar hjá bankanum hafi selt hluti í bankanum.

Gert er ráð fyrir að þriðja endurkaupatímabil verði frá 13. febrúar 2017 til og með 24. febrúar 2017.

Landsbankinn.is/endurkaup

Fjárfestatengsl - 23. mars 2020 18:58

Tilkynning um frestun aðalfundar Landsbankans

Á fundi bankaráðs Landsbankans hf. þann 23. mars 2020 var ákveðið að fresta um óákveðinn tíma aðalfundi bankans, sem vera átti föstudaginn 27. mars 2020, í ljósi þeirra aðstæðna sem nú ríkja vegna útbreiðslu covid-19 veirunnar.


Nánar

Fjárfestatengsl - 13. mars 2020 15:58

Ákvörðun um greiðslu arðs verði frestað til framhaldsaðalfundar

Bankaráð Landsbankans mun á aðalfundi 27. mars nk. leggja til að ákvörðun um greiðslu arðs vegna reikningsársins 2019 verði frestað til framhaldsaðalfundar sem haldinn verði innan tveggja mánaða frá aðalfundi.


Nánar

Fjárfestatengsl - 05. mars 2020 13:43

Aðalfundur Landsbankans 2020

Aðalfundur Landsbankans hf. verður haldinn föstudaginn 27. mars 2020 kl. 14.00 í Silfurbergi í Hörpu í Reykjavík.


Nánar