Fréttir og útgáfuefni

- Fjárfestatengsl

Opið söluferli á Miðlandi ehf. – Byggingaréttur á allt að 485 íbúðum í Reykjanesbæ

Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans hf., býður til sölu allt útgefið hlutafé í Miðlandi ehf., kt. 430579-0109.

Miðland er fjárfestinga- og fasteignafélag sem stofnað var árið 1979 og hefur fjárfest í landi á Neðra-Nikel svæðinu í Reykjanesbæ. Eign félagsins er tvíþætt, annars vegar eignarland sem samtals er um 34 hektarar og er skipulagt undir byggingu á allt að 485 íbúðum ásamt atvinnuhúsnæði (1,4 hektarar) og hins vegar samningur við Reykjanesbæ um að Miðland annist gatnagerð á svæðinu og hljóti tekjur af.

Deiliskipulag fyrir hluta byggingarlandsins er þegar samþykkt og gerir ráð fyrir byggingu á samtals 300 íbúðum. Gatna-og holræsagerð hefur verið unnin að hluta til á svæðinu og hægt er að hefja framkvæmdir á hluta lóðanna nú þegar. Samkvæmt gildandi Aðalskipulagi Reykjanesbæjar er gert ráð fyrir byggingu allt að 185 íbúða til viðbótar.

Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna í eigu bankans. Áhugasamir fjárfestar geta haft samband við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem er umsjónaraðili söluferlisins með því að senda tölvupóst á netfangið midland@landsbankinn.is. Fjárfestar geta óskað eftir því að fá afhenta trúnaðaryfirlýsingu, upplýsingar um hugsanlega hagsmunaárekstra og eyðublað vegna hæfismats. Söluferlið er öllum opið sem uppfylla hæfismat og geta sýnt fram á fjárfestingargetu að fjárhæð 300 milljónir króna.

Þeir fjárfestar sem skila inn trúnaðaryfirlýsingu og eyðublaði vegna hæfismats og uppfylla hæfismat fyrir þátttöku í söluferlinu fá afhent kynningargögn um Miðland þann 10. október og gera tilboð á grundvelli þeirra gagna. Einungis verður hægt að gera tilboð í allt hlutafé í Miðlandi og tilboð sem hljóða upp á minni eignarhluta verða metin ógild.

Auglýsing um opið söluferli á Miðlandi ehf.

Fjárfestum er bent á að frestur til að skila tilboðum í 100% af hlutafé í Miðlandi ehf. rennur út kl. 12:00 miðvikudaginn 26. október 2016.

Fyrir hönd Hamla ehf. sem seljanda, Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hf.

Fjárfestatengsl - 25. júlí 2019 16:03

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2019

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 11,1 milljarð króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2019 saman­borið við 11,6 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2018. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 9,1% á árs­grundvelli, samanborið við 9,9% á sama tímabili 2018. Laun og launatengd gjöld lækkuðu um 2% á milli tímabila.


Nánar

Fjárfestatengsl - 23. júlí 2019 18:23

S&P staðfestir óbreytta lánshæfiseinkunn en breytir horfum úr stöðugum í neikvæðar

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti þann 23. júlí 2019 óbreytta lánshæfiseinkunn Landsbankans fyrir skuldbindingar til lengri og skemmri tíma (BBB+/A-2) en breytti horfum úr stöðugum í neikvæðar.


Nánar

Fjárfestatengsl - 15. júlí 2019 10:35

Landsbankinn valinn besti banki á Íslandi

Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Landsbankann besta bankann á Íslandi. Euromoney útnefnir árlega bestu banka víða um heim og veitir þeim viðurkenninguna Award for Excellence. Við útnefninguna er litið til ýmissa þátta í rekstri og stefnu bankanna, eins og afkomu af reglulegri starfsemi, kostnaðarhagræðingar og þjónustuframboðs.


Nánar