Fréttir og útgáfuefni

- Fjárfestatengsl

Tilkynning um kaup Landsbankans hf. á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun

Þann 15. september 2016 birti Landsbankinn hf. tilkynningu um að bankinn byðist til að kaupa hluti af hluthöfum samkvæmt endurkaupaáætlun á þremur nánar tilgreindum endurkaupatímabilum. Fyrsta endurkaupatímabilið var frá 19. september 2016 til og með 30. september 2016.

Á fyrsta endurkaupatímabili keypti Landsbankinn samtals 119.762.260 eigin hluti á genginu 10,3966 að kaupvirði 1.245.120.325 kr.

Hvorki bankastjóri Landsbankans né framkvæmdastjórar hjá bankanum seldu hluti í bankanum á fyrsta endurkaupatímabili.

Landsbankinn átti 218.309.618 eigin hluti fyrir viðskiptin á fyrsta endurkaupatímabili og á að því loknu 338.071.878 eigin hluti, eða sem nemur um 1,4% af útgefnum hlutum í félaginu.

Landsbankinn hefur keypt samtals 119.762.260 eigin hluti samkvæmt endurkaupaáætluninni eða sem nemur um 0,5% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur kaupverð þeirra 1.245.120.325 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki samtals 480 milljónum hluta eða sem nemur 2% af útgefnu hlutafé.

Landsbankinn býðst til að kaupa hluti af hluthöfum á öðru endurkaupatímabili, sem stendur frá 31. október 2016 til og með 9. desember 2016, og á þriðja endurkaupatímabili, sem stendur frá 13. febrúar 2017 til og með 24. febrúar 2017. Ef framangreindu hámarki verður náð fyrir þau tímamörk fellur endurkaupaáætlunin úr gildi.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995.

Fjárfestatengsl - 24. október 2019 16:04

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2019

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 14,4 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 samanborið við 15,4 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2018. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 7,9% á ársgrundvelli samanborið við 8,8% á sama tímabili 2018.


Nánar

Fjárfestatengsl - 25. júlí 2019 16:03

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2019

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 11,1 milljarð króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2019 saman­borið við 11,6 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2018. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 9,1% á árs­grundvelli, samanborið við 9,9% á sama tímabili 2018. Laun og launatengd gjöld lækkuðu um 2% á milli tímabila.


Nánar

Fjárfestatengsl - 23. júlí 2019 18:23

S&P staðfestir óbreytta lánshæfiseinkunn en breytir horfum úr stöðugum í neikvæðar

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti þann 23. júlí 2019 óbreytta lánshæfiseinkunn Landsbankans fyrir skuldbindingar til lengri og skemmri tíma (BBB+/A-2) en breytti horfum úr stöðugum í neikvæðar.


Nánar