Fréttir og útgáfuefni

- Fjárfestatengsl

Landsbankinn hagnast um 11,3 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2016

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 11,3 milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2016 samanborið við 12,4 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2015.

Hreinar vaxtatekjur voru 17,6 milljarðar króna og hækkuðu um 9% á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 3,9 milljörðum króna og hækkuðu um 14,7% frá sama tímabili árið áður. Virðisbreytingar hækkuðu um 0,4 milljarða króna á milli ára. Aðrar rekstrartekjur námu 4,4 milljörðum króna samanborið við 7,3 milljarða króna ári fyrr og skýrist lækkunin aðallega af minni hagnaði af hlutabréfum. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 8,6% á ársgrundvelli samanborið við 10,4% á sama tímabili 2015.

Rekstrartekjur á fyrri helmingi ársins námu 28,2 milljörðum króna samanborið við 28,8 milljarða króna á sama tímabili árið 2015. Rekstrarkostnaður hækkaði um 1,6% á milli ára. Launakostnaður hækkaði í takt við kjarasamninga en annar rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 4,5% á milli tímabila.

Heildareignir bankans í lok júní voru um 1.110 milljarðar króna samanborið við 1.173 milljarða króna ári fyrr og hefur því efnahagur bankans dregist saman um rúm 5% síðasta árið. Á aðalfundi bankans í apríl var ákveðið að greiða hluthöfum samtals 28,5 milljarða króna í arð og var eigið fé bankans 247,3 milljarðar króna í lok júní.

Ársreikningur samstæðu 1H 2016

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Upplýsingablað

Kynning á afkomu

Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála Landsbankans, kynnir afkomu bankans á fyrri helmingi árs 2016 og ræðir helstu atriði rekstrarins á þeim tíma (04:06):
Steinþór Pálsson bankastjóri segir: „Afkoma Landsbankans á fyrri helmingi árs er góð, sér í lagi á öðrum ársfjórðungi. Staða bankans er sterk og bankinn er í sókn. Á einstaklingsmarkaði mælist bankinn nú með 37,6% markaðshlutdeild, samkvæmt Gallup-könnun í júní, og hefur hún aldrei mælst hærri. Markaðshlutdeild á fyrirtækjamarkaði hefur einnig aukist og niðurstöður úr þjónustukönnunum sýna að einstaklingar jafnt sem fyrirtæki kunna vel að meta þjónustu bankans. Umsvifin í eignastýringu aukast jafnt og þétt og bankinn er í forystusveit þegar kemur að viðskiptum í kauphöll. Okkur þykir afar ánægjulegt að fleiri einstaklingar og fyrirtæki sjái sér hag í að beina viðskiptum sínum til bankans.

Rekstrarárangur fyrstu sex mánuði ársins og aukin markaðshlutdeild bankans sýna að Landsbankinn er á réttri leið við innleiðingu á stefnu þótt enn sé verk að vinna.“

Helstu atriði úr rekstri á öðrum fjórðungi (2F) 2016

 • Hagnaður Landsbankans á 2F 2016 nam 8 milljörðum króna samanborið við 6 milljarða króna á sama fjórðungi 2015.
 • Arðsemi eigin fjár eftir skatta hækkaði og var 12,4% á 2F 2016 samanborið við 10,1% á sama ársfjórðungi 2015.
 • Virðisbreyting útlána var jákvæð um 2 milljarða á 2F 2016 en var 0,2 milljarðar á sama ársfjórðungi 2015.
 • Hreinar vaxtatekjur hækkuðu á milli tímabila og voru 10,1 milljarður króna á 2F 2016 en voru 8,9 milljarðar á 2F 2015.
 • Hreinar þjónustutekjur hækkuðu á milli tímabila og voru 1,9 milljarðar á 2F 2016 samanborið við 1,8 milljarða á sama tímabili árið áður sem er aukning um 9,2% sem skýrist af auknum viðskiptum og auknum tekjum af eignastýringu.
 • Aðrar rekstrartekjur lækkuðu á milli tímabila, þær voru 2,7 milljarðar, samanborið við 3,2 milljarða á sama ársfjórðungi 2015.

Helstu stærðir úr rekstri og efnahag á fyrri helmingi ársins 2016

Rekstur:
 • Hagnaður Landsbankans nam 11,3 milljörðum króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 samanborið við 12,4 milljarða króna á sama tíma á árinu 2015.
 • Arðsemi eigin fjár eftir skatta nam 8,6% samanborið við 10,4% á sama tímabili árið 2015.
 • Virðisbreytingar útlána á fyrri helmingi ársins voru jákvæðar um 2,3 milljarða króna.
 • Hreinar vaxtatekjur námu 17,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en voru 16,2 milljarðar króna á sama tímabili árið 2015.
 • Vaxtamunur eigna og skulda nam 2,3%, samanborið við 2,2% á sama tímabili árið áður.
 • Hreinar þjónustutekjur námu 3,9 milljörðum króna og jukust um 14,7% frá sama tímabili árið áður sem skýrist af auknum viðskiptum og auknum tekjum af eignastýringu.
 • Aðrar rekstrartekjur lækkuðu verulega á milli ára. Þær námu 4,4 milljörðum króna samanborið við 7,3 milljarða króna á sama tímabili á árinu 2015 sem er 40% lækkun.
 • Laun og launatengd gjöld námu 7,3 milljörðum króna og hækkuðu um 6,3% á milli tímabila.
 • Rekstrarkostnaður að frátöldum launum og launatengdum gjöldum lækkaði um 4,5% frá sama tímabili árið áður.
 • Kostnaðarhlutfall fyrstu sex mánuði ársins var 47,3% samanborið við 44,8% á sama tíma árið áður.
 • Stöðugildi 30. júní voru 1.040 en voru 1.088 á sama tíma fyrir ári.
Efnahagur:
 • Eigið fé Landsbankans nam í lok júní um 247 milljörðum króna og hefur það lækkað um 6,5% frá áramótum. Skýringin er sú að Landsbankinn greiðir á þessu ári 28,5 milljarða króna í arð í tveimur greiðslum, annars vegar 20. apríl og hins vegar 21. september.
 • Eiginfjárhlutfall bankans (CAR – Capital Adequacy Ratio) var 28,9% í lok júní sl. en var 28,0% í lok júní 2015. Það er vel umfram 21,8% eiginfjárviðmið Fjármálaeftirlitsins.
 • Heildareignir bankans námu 1.110 milljörðum króna í lok júní 2016.
 • Innlán viðskiptavina námu 557 milljörðum króna í lok júní 2016 samanborið við 559 milljarða króna í lok árs 2015.
 • Ný útlán til viðskiptavina á fyrri helmingi ársins eru um 113 milljarðar króna en að teknu tilliti til afborgana, virðisbreytinga og fleiri þátta hækkuðu heildarútlán um 15,7 milljarða króna frá áramótum.
 • Lausafjárstaða bankans er sterk, bæði í erlendri mynt og í íslenskum krónum og er vel yfir kröfum eftirlitsaðila. Heildarlausafjárstaða bankans, sem og lausafjárstaða bankans í erlendri mynt, er umfram lausafjárviðmið Seðlabankans. Lausafjárhlutfall (LCR) var 123% í lok júní 2016.
 • Gjaldeyrisjöfnuður bankans hefur lækkað nokkuð á árinu en eignir í erlendri mynt eru um 6,5 milljörðum króna umfram skuldir í erlendri mynt, samanborið við 23,8 milljarða í lok síðasta árs.
 • Heildarvanskil hjá fyrirtækjum og heimilum voru 1,7% í lok júní 2016 samanborið við 1,8% í lok árs 2015.
Helstu niðurstöður (fjárhæðir í milljónum króna)
  1H 2016 1H 2015 2F 2016 2F2015
Hagnaður eftir skatta
11.298
12.405
7.983
5.993
Arðsemi eigin fjár eftir skatta
8,6%
10,4%
12,4%
10,1%
Leiðrétt arðsemi eftir skatta *
8,5%
10,6%
10,1%
11,3%
Vaxtamunur eigna og skulda **
2,3%
2,2%
2,8%
2,4%
Kostnaðarhlutfall ***
47,3%
44,8%
40,8%
41,7%

  30.6.2016 30.6.2015 31.12.2015 31.12.2014
Heildareignir
1.109.844
1.172.669
1.118.658
1.098.370
Útlán til viðskiptavina
827.241
761.290
811.549
718.355
Innlán frá viðskiptavinum
556.841
621.023
559.051
551.435
Eigið fé
247.291
239.852
264.531
250.803
Eiginfjárhlutfall (CAR)
28,9%
28,0%
30,4%
29,5%
Fjármögnunarþekja erlendra mynta
145%
139%
136%
134%
Heildarlausafjárþekja
123%
119%
113%
131%
Lausafjárþekja erlendra mynta
684%
377%
360%
614%
Gjaldeyrisjöfnuður
6.458
19.446
23.795
20.320
Vanskilahlutfall (>90 daga)
1,7%
2,3%
1,8%
2,3%
Stöðugildi
1.040
1.088
1.063
1.126

* Leiðrétt arðsemi eftir skatta = (hagnaður eftir skatta – jákvæðar virðisbreytingar eftir skatta – skattur á heildarskuldir fjármálafyrirtækja – hagnaður af aflagðri starfsemi eftir skatta) / meðalstaða eigin fjár.
** Vaxtamunur eigna og skulda = (vaxtatekjur / meðalstaða heildareigna) – (vaxtagjöld / meðalstaða heildarskulda.)
*** Kostnaðarhlutfall = Rekstrargjöld alls / (hreinar rekstrartekjur – virðisbreytingar útlána.)

Aðrir þættir í rekstri bankans á fyrri helmingi ársins 2016

 • Landsbankinn var með mesta hlutdeild íslenskra banka á einstaklingsmarkaði á fyrri hluta árs 2016 eða 37,6% samkvæmt mælingum Gallup í júní. Þetta er hækkun um 1,3 prósentustig á milli ársfjórðunga og um 1,5 prósentustig miðað við árslok 2015. Markaðshlutdeild Landsbankans hefur aldrei mælst hærri.
 • Hlutdeild Landsbankans á fyrirtækjamarkaði jókst á árinu skv. könnun Gallup og nemur nú um þriðjungi þegar litið er til fjölda fyrirtækja. Þá sýna kannanir aukna ánægju fyrirtækja með þjónustu Landsbankans.
 • Markaðir Landsbankans eru sem fyrr í forystusveit þegar kemur að veltu í kauphöll en samkeppnin er mikil. Í gjaldeyrisútboði Seðlabankans nýverið sá Landsbankinn um milligöngu fyrir ríflega þriðjung allra viðskipta en alls sáu sjö fjármálafyrirtæki um milligöngu vegna útboðsins.
 • Nýtt bankaráð Landsbankans var kjörið í apríl. Formaður ráðsins er Helga Björk Eiríksdóttir og varaformaður er Magnús Pétursson.
 • Slysavarnarfélagið Landsbjörg og Landsbankinn skrifuðu í apríl undir samning um að bankinn verði einn af aðalstyrktaraðilum félagsins. Samningurinn er til þriggja ára.
 • Landsbankinn stækkaði í apríl skuldabréfaflokka sína í norskum og sænskum krónum með gjalddaga í júní 2019. Heildarstærð flokkanna nam þar með 500 milljónum norskra króna og 350 milljónum sænskra króna.
 • Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti endurnýjaði viðurkenningu Landsbankans sem fyrirmyndarfyrirtækis í góðum stjórnarháttum fyrir árin 2015–2016.
 • Netbanki Landsbankans var valinn besta þjónustusvæðið 2015 að mati dómnefndar Íslensku vefverðlaunanna. Þetta er annað árið í röð sem netbankinn hlýtur þessa eftirsóttu viðurkenningu.

Ársreikningur samstæðu 1H 2016

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Upplýsingablað

Fjárfestatengsl - 07. maí 2020 16:48

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2020

Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,6 milljarða króna eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Virðisrýrnun útlána nam 5,2 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við virðisrýrnun upp á 1 milljarð króna á sama tímabili í fyrra.


Nánar

Fjárfestatengsl - 24. apríl 2020 17:55

S&P lækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB með stöðugum horfum

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag um lækkun á lánshæfismati Landsbankans fyrir skuldbindingar til lengri tíma. Lækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismat bankans því BBB/A-2 með stöðugum horfum.


Nánar

Fjárfestatengsl - 22. apríl 2020 15:03

Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2020

Aðalfundur Landsbankans var haldinn 22. apríl 2020 í höfuðstöðvum bankans í Austurstræti 11 í Reykjavík. Á fundinum flutti Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, skýrslu bankaráðs og Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, fjallaði um sterka stöðu bankans og góðan árangur á árinu 2019.


Nánar