Fréttir og útgáfuefni

- Fjárfestatengsl

Sala á hlutum Landsbankans í Eyri Invest

Frestur til að skila tilboðum í opnu söluferli á hlut Landsbankans í Eyri Invest hf. rann út á hádegi 1. júní 2016. Fimm tilboð bárust og var þeim öllum hafnað þar sem þau voru óásættanleg að mati bankans.

Eignarhlutur Landsbankans í Eyri Invest hf. verður áfram til sölu og bankinn tekur á móti tilboðum sem eru til samræmis við skilmála sem birtir verða á heimasíðu Landsbankans, frá aðilum sem eru skilgreindir sem hæfir fjárfestar samkvæmt ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti. Áhugasamir fjárfestar geta haft samband við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans með því að senda tölvupóst á netfangið eyrir@landsbankinn.is.

Landsbankinn hefur ákveðið að taka tilboði Eyris Invest til allra hluthafa um kaup á eigin hlutum í A-flokki á genginu 27,0 kr. á hlut. Tilboð Eyris um kaup á eigin hlutum er í samræmi við heimild til stjórnar félagsins sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 18. maí sl. Söluandvirði þeirra hluta í Eyri sem Landsbankinn hefur ákveðið að selja samkvæmt tilboðinu er tæplega 454 milljónir króna.

Fjárfestatengsl - 07. maí 2020 16:48

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2020

Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,6 milljarða króna eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Virðisrýrnun útlána nam 5,2 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við virðisrýrnun upp á 1 milljarð króna á sama tímabili í fyrra.


Nánar

Fjárfestatengsl - 24. apríl 2020 17:55

S&P lækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB með stöðugum horfum

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag um lækkun á lánshæfismati Landsbankans fyrir skuldbindingar til lengri tíma. Lækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismat bankans því BBB/A-2 með stöðugum horfum.


Nánar

Fjárfestatengsl - 22. apríl 2020 15:03

Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2020

Aðalfundur Landsbankans var haldinn 22. apríl 2020 í höfuðstöðvum bankans í Austurstræti 11 í Reykjavík. Á fundinum flutti Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, skýrslu bankaráðs og Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, fjallaði um sterka stöðu bankans og góðan árangur á árinu 2019.


Nánar