Fréttir og útgáfuefni

- Fjárfestatengsl

Sala á hlutum Landsbankans í Eyri Invest

Frestur til að skila tilboðum í opnu söluferli á hlut Landsbankans í Eyri Invest hf. rann út á hádegi 1. júní 2016. Fimm tilboð bárust og var þeim öllum hafnað þar sem þau voru óásættanleg að mati bankans.

Eignarhlutur Landsbankans í Eyri Invest hf. verður áfram til sölu og bankinn tekur á móti tilboðum sem eru til samræmis við skilmála sem birtir verða á heimasíðu Landsbankans, frá aðilum sem eru skilgreindir sem hæfir fjárfestar samkvæmt ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti. Áhugasamir fjárfestar geta haft samband við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans með því að senda tölvupóst á netfangið eyrir@landsbankinn.is.

Landsbankinn hefur ákveðið að taka tilboði Eyris Invest til allra hluthafa um kaup á eigin hlutum í A-flokki á genginu 27,0 kr. á hlut. Tilboð Eyris um kaup á eigin hlutum er í samræmi við heimild til stjórnar félagsins sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 18. maí sl. Söluandvirði þeirra hluta í Eyri sem Landsbankinn hefur ákveðið að selja samkvæmt tilboðinu er tæplega 454 milljónir króna.

Fjárfestatengsl - 25. júlí 2019 16:03

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2019

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 11,1 milljarð króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2019 saman­borið við 11,6 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2018. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 9,1% á árs­grundvelli, samanborið við 9,9% á sama tímabili 2018. Laun og launatengd gjöld lækkuðu um 2% á milli tímabila.


Nánar

Fjárfestatengsl - 23. júlí 2019 18:23

S&P staðfestir óbreytta lánshæfiseinkunn en breytir horfum úr stöðugum í neikvæðar

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti þann 23. júlí 2019 óbreytta lánshæfiseinkunn Landsbankans fyrir skuldbindingar til lengri og skemmri tíma (BBB+/A-2) en breytti horfum úr stöðugum í neikvæðar.


Nánar

Fjárfestatengsl - 15. júlí 2019 10:35

Landsbankinn valinn besti banki á Íslandi

Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Landsbankann besta bankann á Íslandi. Euromoney útnefnir árlega bestu banka víða um heim og veitir þeim viðurkenninguna Award for Excellence. Við útnefninguna er litið til ýmissa þátta í rekstri og stefnu bankanna, eins og afkomu af reglulegri starfsemi, kostnaðarhagræðingar og þjónustuframboðs.


Nánar