Fréttir og útgáfuefni

- Fjárfestatengsl

Tillögur til aðalfundar Landsbankans 2016

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar sjö aðalmanna og tveggja varamanna í kosningu til bankaráðs fyrir aðalfund Landsbankans hf. fimmtudaginn 14. apríl nk.

Eftirtalin hafa verið tilnefnd sem aðalmenn í bankaráð Landsbankans:

  • Berglind Svavarsdóttir
  • Birgir Björn Sigurjónsson
  • Danielle Pamela Neben
  • Helga Björk Eiríksdóttir
  • Hersir Sigurgeirsson
  • Jón Guðmann Pétursson
  • Magnús Pétursson

Eftirtalin hafa verið tilnefnd sem varamenn í bankaráð Landsbankans:

  • Ásbjörg Kristinsdóttir
  • Einar Þór Bjarnason

Lagt er til að Helga Björk Eiríksdóttir verði kjörin formaður bankaráðs.

Bankaráð Landsbankans leggur til að greiddar verði 28,5 milljarðar króna í arð vegna reikningsársins 2015.

Tilnefningar til bankaráðs

Nánari upplýsingar

 

Fjárfestatengsl - 03. apríl 2020 14:19

Aðalfundur Landsbankans 22. apríl 2020

Aðalfundur Landsbankans hf. verður haldinn miðvikudaginn 22. apríl 2020 kl. 13.00. Fundinn átti upphaflega að halda 27. mars 2020 en honum var frestað vegna útbreiðslu Covid-19.


Nánar

Fjárfestatengsl - 23. mars 2020 18:58

Tilkynning um frestun aðalfundar Landsbankans

Á fundi bankaráðs Landsbankans hf. þann 23. mars 2020 var ákveðið að fresta um óákveðinn tíma aðalfundi bankans, sem vera átti föstudaginn 27. mars 2020, í ljósi þeirra aðstæðna sem nú ríkja vegna útbreiðslu covid-19 veirunnar.


Nánar

Fjárfestatengsl - 13. mars 2020 15:58

Ákvörðun um greiðslu arðs verði frestað til framhaldsaðalfundar

Bankaráð Landsbankans mun á aðalfundi 27. mars nk. leggja til að ákvörðun um greiðslu arðs vegna reikningsársins 2019 verði frestað til framhaldsaðalfundar sem haldinn verði innan tveggja mánaða frá aðalfundi.


Nánar