Fréttir og útgáfuefni

- Fjárfestatengsl

Tengist ekki starfsemi Landsbankans hf.

Undanfarið hefur töluvert verið rætt um ráðgjöf til Íslendinga varðandi stofnun svonefndra aflandsfélaga. Þetta hafi m.a. verið gert af hálfu Landsbanka Luxembourg S.A., sem var dótturfélag Landsbanka Íslands hf.

Í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið yfirtók rekstur Landsbanka Íslands hf. 7. október 2008 var nýr banki settur á laggirnar, þ.e. Landsbankinn hf. Sú starfsemi sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum tengist ekki starfsemi nýja bankans, þ.e. Landsbankans hf.

Af gefnu tilefni vill Landsbankinn hf. taka fram að hann hefur ekki veitt þá ráðgjöf sem að ofan greinir og mun ekki gera það.

Þetta er í samræmi við stefnu sem Landsbankinn hf. setti árið 2010 þar sem mikil áhersla er lögð á samfélagslega ábyrgð.

Fjárfestatengsl - 07. maí 2020 16:48

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2020

Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,6 milljarða króna eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Virðisrýrnun útlána nam 5,2 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við virðisrýrnun upp á 1 milljarð króna á sama tímabili í fyrra.


Nánar

Fjárfestatengsl - 24. apríl 2020 17:55

S&P lækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB með stöðugum horfum

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag um lækkun á lánshæfismati Landsbankans fyrir skuldbindingar til lengri tíma. Lækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismat bankans því BBB/A-2 með stöðugum horfum.


Nánar

Fjárfestatengsl - 22. apríl 2020 15:03

Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2020

Aðalfundur Landsbankans var haldinn 22. apríl 2020 í höfuðstöðvum bankans í Austurstræti 11 í Reykjavík. Á fundinum flutti Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, skýrslu bankaráðs og Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, fjallaði um sterka stöðu bankans og góðan árangur á árinu 2019.


Nánar