Fréttir og útgáfuefni

- Fjárfestatengsl

Ársskýrsla Landsbankans 2015 komin út

Ársskýrsla Landsbankans fyrir árið 2015 er nú aðgengileg á vef bankans. Ársskýrslan er eingöngu gefin út á rafrænu formi.

Landsbankanum gekk vel á árinu 2015 og forskot hans jókst á flestum sviðum. Markaðshlutdeild á einstaklingsmarkaði hélt til dæmis áfram að aukast og mældist rúmlega 36% um síðastliðin áramót. Þá er bankinn sem fyrr leiðandi í útlánum til fyrirtækja og í viðskiptum með skráð verðbréf í kauphöll. Í skýrslunni er fjallað um mikilvæga áfanga í fjármögnun bankans á árinu 2015, nýja stefnu til ársins 2020, breytingar sem eru að verða á bankastarfsemi og fleira sem lýtur að starfsemi bankans.

Samhliða útgáfu ársskýrslu kemur samfélagsskýrsla Landsbankans nú út í fimmta sinn. Í samfélagsskýrslunni er m.a. fjallað um framkvæmd samfélagsstefnu, samfélagsvísa í rekstri bankans og um álitamál í rekstri hans.

Þetta er í annað skipti sem ársskýrsla Landsbankans er eingöngu gefin út á rafrænu formi. Markmiðið með rafrænni útgáfu er að auka gagnsæi og auðvelda almenningi og hagsmunaaðilum að kynna sér rekstur og starfshætti bankans. Útgáfukostnaður er lægri og útgáfan umhverfisvænni.

Ársskýrsla Landsbankans 2015

Samfélagsskýrsla Landsbankans

Fjárfestatengsl - 07. maí 2020 16:48

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2020

Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,6 milljarða króna eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Virðisrýrnun útlána nam 5,2 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við virðisrýrnun upp á 1 milljarð króna á sama tímabili í fyrra.


Nánar

Fjárfestatengsl - 24. apríl 2020 17:55

S&P lækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB með stöðugum horfum

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag um lækkun á lánshæfismati Landsbankans fyrir skuldbindingar til lengri tíma. Lækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismat bankans því BBB/A-2 með stöðugum horfum.


Nánar

Fjárfestatengsl - 22. apríl 2020 15:03

Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2020

Aðalfundur Landsbankans var haldinn 22. apríl 2020 í höfuðstöðvum bankans í Austurstræti 11 í Reykjavík. Á fundinum flutti Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, skýrslu bankaráðs og Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, fjallaði um sterka stöðu bankans og góðan árangur á árinu 2019.


Nánar