Fréttir og útgáfuefni

- Fréttir og tilkynningar

Landsbankinn veitir 15 milljónum króna í nýsköpunarstyrki

Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir sérfræðingur nýsköpunarþjónustu Landsbankans svaraði spurningum lesenda um þessa frétt á vefsvæði Spyr.is.

Þann 9. janúar var úthlutað 15 milljónum króna í nýsköpunarstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans. Veittir voru tuttugu og þrír styrkir, þrír að upphæð 1,5 milljón króna, þrír að fjárhæð 1 milljón króna, einn að upphæð 700 þúsund króna, tíu að fjárhæð 500 þúsund króna og sex að upphæð 300 þúsund króna.

Nýsköpunarstyrkjunum er ætlað að styðja við frumkvöðla til að þróa nýjar viðskiptahugmyndir, nýta eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða skapa nýja vöru. Styrkirnir eru jafnframt ætlaðir til kaupa á efni, tækjum eða sérfræðiþjónustu vegna nýsköpunar eða til að sækja námskeið sem nýst geta í starfi.

Dómnefnd var skipuð Óla Halldórssyni, forstöðumanni Þekkingarseturs Þingeyinga, Finni Sveinssyni, sérfræðingi hjá Landsbankanum í samfélagslegri ábyrgð, Guðnýju Erlu Guðnadóttur, útibússtjóra Landsbankans á Hornafirði, Rögnvaldi Jóhanni Sæmundssyni, dósent við HR, en hann var jafnframt formaður dómnefndar. Ríflega 250 umsóknir bárust um nýsköpunarstyrki Landsbankans.

Steinþór Pálsson bankastjóri segir: „Landsbankinn vill nýta styrk sinn til að vera hreyfiafl og mikilvægur þáttur í því er að stuðla að nýsköpun. Markmið nýsköpunarstyrkja Landsbankans er að styðja við uppbyggingu og þróun frumkvöðlastarfs. Það er von okkar að þeir styrkir sem við úthlutuðum 9. janúar til margra áhugaverðra verkefna eigi eftir að skila sér margfalt til samfélagsins."

Eftirtaldir hlutu nýsköpunarstyrki að þessu sinni og óskar Landsbankinn þeim til hamingju og velfarnaðar með verkefni sín í framtíðinni.

Styrkir að fjárhæð 1.500.000 kr.

 • Arna ehf. - Mjólkurvörur fyrir fólk með mjólkuróþol
 • Lauf Forks ehf.- Fjöðrunargaffall fyrir reiðhjól
 • Skema ehf.- Námskeið í leikjaforritun

Styrkir að fjárhæð 1.000.000 kr.

 • Elás ehf.- Heilnæmt gæludýrasnakk
 • Fossadalur ehf.- Fluguveiðihjól
 • Oculis ehf.- Augndropar með nanótækni

Styrkir að fjárhæð 700.000 kr.

 • Arctic Running - Hlaupaferðir um náttúru Íslands

Styrkir að fjárhæð 500.000 kr.

 • Arctimals - Rafmagnsmælir fyrir börn
 • Burkni Pálsson - Kísilsvifvökvi sem fæðubótarefni
 • Edda Elísabet Magnúsdóttir - Ocean Sounds
 • Hafsteinn Júlíusson - HAF
 • Helgi Tómas Hall - Enforcer
 • Keilir ehf. - Keflanding
 • Smári og Hafdís Baldursbörn - Umvafinn
 • Stóll ehf. - Smíði hjólastóla á Íslandi
 • Sæmundur Elíasson - Byggpasta
 • Vera Þórðardóttir- Vera at home

Styrkir að fjárhæð 300.000 kr.

 • Anna Sigríður Jörundsdóttir - Kaldpressað lýsi
 • Frumkvöðlar ehf. - Sala norðurljósa á netinu
 • Jóhanna Helga Þorkelsdóttir - SUNNAgló
 • Jökull Sólberg Auðunsson og Magnús Berg Magnússon - Wodboard
 • Kaupfélag Héraðsbúa - Netverslun fyrir austfirskar vörur
 • Snæfríður Ingadóttir - Tannstrá

Landsbankinn - 06. febrúar 2020 16:17

Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2019

Hagnaður Landsbankans á árinu 2019 nam 18,2 milljörðum króna, eftir skatta. Arðsemi eiginfjár Landsbankans var 7,5% á árinu 2019, samanborið við 8,2% arðsemi árið 2018. Arðsemi eiginfjár án bankaskatts var 9,2% en markmið bankans er að ná að lágmarki 10% arðsemi eiginfjár, að teknu tilliti til áhrifa bankaskatts.


Nánar

Fjárfestatengsl - 19. febrúar 2020 10:25

Niðurstöður endurkaupatilboðs

Landsbankinn hf. tilkynnti í dag um niðurstöður endurkaupatilboðs sem tilkynnt var þann 11. febrúar 2020 til eigenda skuldabréfa í flokki EUR 500.000.000 1,625% á gjalddaga árið 2021 (ISIN: XS1490640288) þar sem bankinn bauðst til að kaupa skuldabréfin til baka gegn greiðslu reiðufjár. Endurkaupatilboðið byggði á skilmálum endurkaupatilboðs (e. tender offer memorandum) dagsett 11. febrúar 2020.
Nánar

Fjárfestatengsl - 12. febrúar 2020 15:54

Skuldabréfaútgáfa í evrum

Landsbankinn lauk í dag sölu á nýjum 4,25 ára skuldabréfaflokki að fjárhæð 300 milljónir evra með lokagjalddaga í maí 2024 og bera skuldabréfin fasta 0,50% vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 83 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.


Nánar