Fréttir og útgáfuefni

- Fréttir og tilkynningar

Niðurstöður aðalfundar 2011

Lögheiti Landsbankans verður Landsbankinn hf.

Samþykkt var á aðalfundi NBI hf. sem haldin var á Hilton Nordica 28. apríl, að breyta lögheiti bankans í Landsbankinn hf. Er þetta í fullu samræmi við yfirlýsta stefnu bankans um að mikilvægara sé að breyta hugarfari en að skipta um nafn. Nafnið Landsbankinn hefur verið og verður vörumerki bankans. Nafnið NBI hf. sem verið hefur lögheitið verður með þessu lagt niður.

Á aðalfundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf, reikningar bankans voru samþykktir og allar tillögur sem fyrir voru lagðar sömuleiðis. Bankaráð Landsbankans var allt endurkjörið, Gunnar Helgi Hálfdanarson verður áfram formaður og Sigríður Hrólfsdóttir varaformaður. Aðrir bankaráðsmenn eru þau Þórdís Ingadóttir, Guðríður Ólafsdóttir og Ólafur H. Ólafsson. Fyrsti varamaður er Andri Geir Arinbjarnarson sem jafnframt situr alla fundi bankaráðsins.

Í ræðu sinni á fundinum fjallaði Gunnar Helgi Hálfdanarson, formaður bankaráðs meðal annars um þá fyrirætlan bankans að skrá á markað tvö félög í sinni eigu síðar á þessu ári. Hann lýsti vilja bankans til að hægt yrði að meta lánshæfi hans á alþjóðamörkuðum en mikilvægur undanfari væri vel heppnuð lántaka ríkissjóðs á erlendum lánamarkaði. Gunnar Helgi sagði Landsbankann vilja taka öflugan þátt í hagræðingu á fjármálamarkaði og hefði til þess þann styrk sem þyrfti.

Gunnar Helgi fjallaði í máli sínum nauðsyn stöðugleika fyrir heimili og fyrirtæki og lýsti áhyggjum af þeirri þróun sem langvinnar deilur um fjárfestingu og auðlindanýtingu hafa á framtíðarmöguleika landsmanna.

Gunnar gerði stöðu krónunnar að umtalsefni og sagðist telja að hún væri ótrúverðugur gjaldmiðill og gerði alla áætlanagerð bæði fyrirtækja og heimila mjög erfiða. Hann lýsti þeirri skoðun að það væri brýnt hagsmunamál fyrir Íslendinga að hefja verði sem fyrst vandaða "umræðu um fleiri kosti en evru, samtímis því að upptaka hennar verði könnuð til þrautar."

Gunnar Helgi minnti jafnframt á að í eigendastefnu ríkisins væri gert ráð fyrir því að Landsbankinn kæmist í dreift eignarhald fyrr en síðar. Uppbygging Landsbankans væri samkvæmt þeirri stefnu og það væri mikilvægt "að framkvæmd þeirrar stefnu verði gerð ljós."

Í ræðu sinni gerði Gunnar Helgi Hálfdanarson grein fyrir skýrslu bankaráðsins eins og hún birtist í ársreikningi og fjallaði um stöðu bankans og samkeppnisumhverfi og sagði að það yrði að gera þá kröfu til yfirvalda að þau tryggðu að "allir aðilar á samkeppnismarkaði, óháð eignarhaldi, búi við sambærileg starfsskilyrði." Með þessu vísaði Gunnar m.a. til þeirrar ákvörðunar að launakjör bankastjóra Landsbankans eru ekki ákveðin af bankaráði, heldur lögð í dóm kjararáðs. Um þetta sagði formaður bankaráðs Landsbankans:

"Niðurstaða þessa fyrirkomulags er að bankastjóri Landsbankans hefur nú rétt ríflega þriðjungslaun bankastjóra hinna stóru bankanna tveggja – sem er ekki trúverðugt og langt frá yfirlýstri eigendastefnu ríkisins sem er að bjóða samkeppnishæf laun án þess að vera leiðandi á markaði.

Eins og fram kemur í skýrslu bankaráðs með ársreikningnum sem hér er til umfjöllunar hefur bankaráðið miklar áhyggjur af beinum og óbeinum áhrifum þessa fyrirkomulags á rekstraráhættu og möguleika bankans til að laða til sín og halda fremstu sérfræðingum í vinnu. Að óbreyttu mun Landsbankinn ekki standa jafnfætis sínum samkeppnisaðilum á þessu sviði sem vandséð er að þjóni almannahagsmunum."

Tengt efni

Ársskýrsla Landsbankans

Ársreikningur 2010

Afkomutilkynning

Ávarp formanns bankaráðs

Kynning bankastjóra

Fjárfestatengsl - 07. maí 2020 16:48

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2020

Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,6 milljarða króna eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Virðisrýrnun útlána nam 5,2 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við virðisrýrnun upp á 1 milljarð króna á sama tímabili í fyrra.


Nánar

Fjárfestatengsl - 24. apríl 2020 17:55

S&P lækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB með stöðugum horfum

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag um lækkun á lánshæfismati Landsbankans fyrir skuldbindingar til lengri tíma. Lækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismat bankans því BBB/A-2 með stöðugum horfum.


Nánar

Fjárfestatengsl - 22. apríl 2020 15:03

Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2020

Aðalfundur Landsbankans var haldinn 22. apríl 2020 í höfuðstöðvum bankans í Austurstræti 11 í Reykjavík. Á fundinum flutti Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, skýrslu bankaráðs og Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, fjallaði um sterka stöðu bankans og góðan árangur á árinu 2019.


Nánar