Fjármálamót
Fjármálamót
Landsbankinn býður ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á atvinnumarkaði upp á fræðsluerindi í nýju húsnæði bankans við Reykjastræti.
- Þriðjudaginn 23. maí 2023
- Kl. 17.30 - 18.30
- Húsið opnar kl. 17.00
Hvaða sparnaðarleiðir eru í boði? Við hverju má búast í laun í fyrstu vinnunni eftir nám? Hver er skuldastaða ungs fólks á Íslandi?
Þetta, og margt fleira, verður til umfjöllunar á fundinum þar sem sérfræðingar bankans og sérfræðingur í atvinnulífinu leiða saman hesta sína.
Húsið opnar klukkan 17 og erindi hefjast klukkan 17.30.
Léttar veitingar og léttar veigar í boði.