Námslokakjör

Sérstök kjör fyrir útskrifaða Námufélaga

Útskrifuðum Námufélögum er gefinn kostur á námslokakjörum í Vörðunni fyrstu tvö árin.

Um er að ræða yfirdráttarlán á Námukjörum, námslokalán á hagstæðum kjörum og frítt árgjald kreditkorts fyrsta árið.

Námslokalán

Lánið er á hagstæðum kjörum og ekki þarf að byrja að greiða af því fyrr en eftir tvö ár.

Þannig gefst viðskiptavinum kostur á að koma fjármálum sínum í fastar skorður fyrir framtíðina.

  • Allt að 1,5 milljóna kr. skuldabréfalán á góðum kjörum
  • Lánstími allt að fimm ár
  • Hægt er að fresta greiðslum í allt að tvö ár og lengja þannig lánstímann

Yfirdráttarlán

Námukjör í eitt ár. Hámarksfjárhæð er 750.000 kr.