Greiðsluþjónusta

Jafnaðu sveiflurnar í mánaðarlegum útgjöldum

Greiðsluþjónusta er þægileg leið til að spara tíma og losna við ferðir í bankann þar sem útgjöld eru skuldfærð af Vörðureikningnum. Þú lætur vita hvaða reikninga þú vilt láta greiða og bankinn sér svo um að greiða þá á réttum tíma.

Þú kemur með greiðsluseðla og upplýsingar yfir öll þau útgjöld sem eiga að falla undir greiðsluþjónustuna. Við höfum samband við þau fyrirtæki og stofnanir sem þú átt viðskipti við og óskum eftir að þau sendi greiðsluseðla til okkar.

Greiðsluáætlunin mín

Hér getur þú sett upp þín eigin greiðsluáætlun.

Greiðsluáætlun á vefnum

Greiðsludreifing

Með greiðsludreifingu geta Vörðufélagar jafnað út sveiflurnar í mánaðarlegum útgjöldum heimilisins. Þjónustufulltrúi setur upp greiðsluáætlun fyrir næstu 12 mánuði og jafnar útgjöldin þannig að sama upphæð er greidd mánaðarlega. 

Greiðsludreifing er fólgin í því að útgjöldum þínum er dreift yfir allt árið og þau skuldfærð af reikningi með jöfnum greiðslum.

Með því að nýta þér greiðsludreifingu losnar þú við sveiflur í útgjöldum og færð góða yfirsýn yfir fjármál heimilisins. Þú veist alltaf hvaða upphæð þú hefur til ráðstöfunar um hver mánaðamót og að auki þarftu ekki lengur að standa í biðröð í bankanum til að greiða reikningana þína.


Hvernig sæki ég um greiðsludreifingu?

Til þess að byrja í greiðsludreifingu þarftu að koma í Landsbankann með upplýsingar (t.d. greiðsluseðla) um alla útgjaldaliði sem þú vilt hafa í greiðsludreifingu. Við finnum síðan út hvaða fjárhæð er hæfileg á mánuði til þess að jafna útgjöldin yfir allt árið. Auk þess höfum við samband við fyrirtæki og stofnanir, sem þú átt viðskipti við og óskum eftir að þau sendi greiðsluseðla á þínu nafni til Landsbankans.

Við förum yfir greiðsluáætlunina með þér á hverju ári. Það er að sjálfsögðu alltaf hægt að breyta áætluninni og bæta við hana ef aðstæður þínar breytast.

Helstu kostir greiðsludreifingar

  • Þú losnar við sveiflur í útgjöldum
  • Þú ert með allt í skilum á réttum tíma
  • Þú sparar tímann sem fer í að greiða reikninga mánaðarlega
  • Þú hefur þinn eigin þjónustufulltrúa sem þú getur alltaf leitað til
  • Þú veist alltaf hvað þú hefur til ráðstöfunar
  • Þú losnar við fjárhagsáhyggjur og hefur góða yfirsýn yfir fjármálin
  • Þú greiðir fast árgjald fyrir greiðsludreifingu auk vaxta á yfirdráttarheimild þegar við á
  • Greiðsluyfirlit eru send til þín og getur þú valið hversu oft þú færð þau
  • Í netbankanum getur þú alltaf þú alltaf fylgst með greiðsluáætlun þinni

Reglubundinn sparnaður getur komið sér vel

Samhliða greiðsludreifingu er tilvalið fyrir þig að hefja reglubundinn sparnað. Þá er fjárhæðinni, sem þú vilt spara í hverjum mánuði, bætt við útgjaldafjárhæðina sem dregin er af veltureikningi þínum í hverjum mánuði. Þannig getur þú safnað fyrir stórum viðburðum, t.d. brúðkaupi, fermingu, stórafmæli eða ferðalagi.

Nánar um reglubundinn sparnað