Betri kjör

Vörðufélagar njóta traustsins með hagstæðari lánakjörum. Sérfræðingar Landsbankans eru þér ávallt innan handar um ráðgjöf hvort sem þú vilt endurfjármagna fasteignina eða þarft á yfirdrætti að halda.

Yfirdráttarlán

Auk þess að fá hagstæðari kjör á yfirdrætti geta Vörðufélagar fengið rýmri yfirdráttarheimild. 


Íbúðalán

Landsbankinn býður fjölbreytt íbúðalán eftir ólíkum þörfum. Vörðufélagar fá faglega ráðgjöf þar sem farið er yfir stöðuna, greiðslumat framkvæmt og hentugir kostir lagðir fram.

Hægt er að reikna út greiðslubyrði og eftirstöðvar mismunandi lána og bera saman á einfaldan hátt með reiknivél fasteignalána.

Námslokalán

Útskrifuðum Námufélögum er gefinn kostur á námslokakjörum í Vörðunni fyrsta árið. Um er að ræða yfirdráttarlán á Námukjörum, námslokalán á hagstæðum kjörum, mótframlag við reglubundinn sparnað og frítt árgjald kreditkorts fyrsta árið. Ekki þarf að byrja að greiða af því fyrr en eftir tvö ár.

Þannig gefst viðskiptavinum kostur á að koma fjármálum sínum í fastar skorður fyrir framtíðina.

  • Allt að 1,5 milljóna kr. skuldabréfalán á góðum kjörum
  • Lánstími allt að fimm ár
  • Hægt er að fresta greiðslum í allt að tvö ár og lengja þannig lánstímann

Nánar um námslokalán