Varðan vildarþjónusta

Varðan vildarþjónusta

Í Vörðunni nýtur þú ávinnings fyrir heildarviðskipti og færð persónulega ráðgjöf og hagstæð viðskiptakjör. Varðan er vildarþjónusta Landsbankans fyrir trausta og skilvísa viðskiptavini,
25 ára og eldri, með viðskiptaumfang 200 þúsund krónur eða meira. Viðskiptaumfang er samanlögð heildarinnlán og heildarútlán að jafnaði yfir 12 mánaða tímabil.

Sjá nánar skilmála Vörðunnar.

 

Vörðufélögum stendur meðal annars til boða:

360° ráðgjöf

360° ráðgjöf Landsbankans er fjármálaráðgjöf þar sem ráðgjafi fer yfir fjármálin þín með þér frá öllum hliðum; lán, sparnað, tryggingar, stöðuna í dag og framtíðarmarkmið. Landsbankinn býður einnig vandaða sparnaðarráðgjöf sem miðar sérstaklega að því að aðstoða viðskiptavini við að byggja upp sparnað.

 

Aukakrónur

Aukakrónur er fríðindakerfi Landsbankans og geta viðskiptavinir Landsbankans safnað og notað Aukakrónur sé kreditkort þeirra tengt Aukakrónusöfnun. Í hvert skipti sem þú notar kreditkortið þitt safnar þú Aukakrónum en þú getur fylgst með söfnuninni í netbankanum þínum. Þú getur notað Aukakrónurnar hjá fjölmörgum samstarfsaðilum um allt land. Það getur t.d. borgað sig að setja ýmsan fastan kostnað í boðgreiðslur því þá safnarðu Aukakrónum þegar þú greiðir reikninga heimilisins.

 

Sækja um Aukakrónukort