Varðan vildarþjónusta

Betri þjónusta í Vörðunni

Í Vörðunni færð þú yfirsýn yfir fjármálin, persónulega þjónustu og fríðindi fyrir heildarviðskipti hjá Landsbankanum. Varðan er vildarþjónusta Landsbankans fyrir trausta og skilvísa viðskiptavini. Viðskiptavinir njóta ávinnings með því að vera með heildarviðskipti sín hjá Landsbankanum. Þeir fá betri yfirsýn yfir fjármálin, persónulegri ráðgjöf, enn betri viðskiptakjör og þjónustu auk fjölbreyttra fríðinda.


Vörðufélagar fá meðal annars:


  • 15% afslátt af þóknun við kaup í sjóðum Landsbréfa  
  • Inngöngugjöf

Hvernig gerist ég Vörðufélagi?

Við 25 ára aldur eru viðskiptavinir flokkaðir eftir viðskiptasögu, viðskiptaumfangi og virkni. Þeir viðskiptavinir sem eru með heildarviðskipti sín hjá Landsbankanum, eru skilvísir og með farsæla viðskiptasögu verða sjálfkrafa aðilar að Vörðunni.


Þjónustufulltrúi

Persónulegur þjónustufulltrúi tryggir góð og persónuleg tengsl við bankann. Vörðufélagar geta óskað eftir persónulegum tengilið í næsta útibúi eða í síma 410 4000.

Gjöf til framtíðar

Landsbankinn hvetur til sparnaðar. Börn virkra Vörðu- og Námufélaga á fyrsta ári eiga kost á að fá 5.000 kr. að gjöf inn á Framtíðargrunn.

* Öll lán Landsbankans að undanskildum íbúða- og fasteignalánum
Skilmálar Vörðunnar