Sprota app

Heill heimur af ævintýrum í Sprotaappinu

Sprotaappið er endalaus uppspretta af skemmtun og fróðleik fyrir krakka á öllum aldri. Í Sprotaappinu fylgir þú Sprota, Hvíssu, Dunki, Kjaró og öllum hinum Sprotunum í gegnum ævintýraheim Sprotanna en þar getur þú leyst þrautir, hlustað á sögur, stafað orð, æft þig í umferðarreglunum, litað myndir, leikið á hljóðfæri, fræðst um það hvernig maður fer vel með peningana sína og ótal margt fleira.


Sagan á bak við Sprotaappið

Í þessu myndbandi um Sprotaappið er skyggnst á bak við tjöldin við gerð appsins og farið yfir þróun þess. Höfundar appsins og forritarar eru teknir tali en þeir segja að gríðarlega mikil og skemmtileg vinna búi að baki appinu. 

Rætt er við Kára Gunnarsson teiknara, sem sá um hönnun og teikningar, Felix Bergsson sem samdi sögurnar og Eirík Nilsson, hugvirkja hjá Aranja en fyrirtækið sá um forritunina á appinu.

 

 

Sæktu appið

Sprotaappið er bæði til fyrir Apple og Android síma og spjaldtölvur. Einnig má opna það á vefsíðunni sprotarnir.is.

Kári Gunnarsson sá um hugmyndavinnu, hönnun og teikningar í appinu. Felix Bergsson er sögu- og textahöfundur en Felix sá einnig um lestur ásamt Ilmi Kristjánsdóttur. Þróun og útfærsla appsins var í höndum forritunarfyrirtækisins Aranja.