Sprotarnir

Persónuvernd

Að IP tölum undanskildum safnar Landsbankinn hf. hvorki né meðhöndlar persónuupplýsingar um notendur leiksins. Þau gögn sem sótt eru í gegnum leikinn („appið“) eru eingöngu gögn til að greina og bæta leikinn og það kerfi sem hann byggist á. Meðal þeirra upplýsinga sem sóttar eru í gegnum leikinn eru: tegund tækisins sem notað er til að spila leikinn, framleiðandi tækisins, útgáfa stýrikerfis þess, staða minnis á tækinu þegar leikurinn er spilaður og upplýsingar í tengslum við notkun, s.s. IP tala og hversu oft leikurinn er spilaður.

Með því að sækja leikinn samþykkir þú ofangreinda skilmála og heimild til að safna ofangreindum upplýsingum.

Sæktu nýja Sprota-appið

Nýja Sprota-appið er endalaus uppspretta af skemmtun og fróðleik fyrir krakka á öllum aldri.